fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Eyjan

Friðjón segir að ekkert muni breytast fyrr en Sjálfstæðisflokkur kemst aftur til valda

Eyjan
Föstudaginn 23. febrúar 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að forsendur aðalskipulags Reykjavíkurborgar til ársins 2040 séu brostnar og hefur ekki mikla trú á öðrum flokkum í borginni en Sjálfstæðisflokki. „Við vit­um að ekk­ert mun í raun og veru breyt­ast fyrr en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn kem­ur aft­ur að stjórn og skipu­lagi Reykjavíkurborgar,“ segir hann í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Friðjón segir að stundum komi upp aðstæður þar sem við þurf­um að vera til­bú­in að leggja til hliðar þær áætlan­ir sem við höf­um þegar gert og byrja með hreint borð. Til séu dæmi um stjórnendur farsælla fyrirtækja sem lýsa þeirri áskorun að þurfa að hugsa alla hluti upp á nýtt í þeim tilgangi að ná árangri.’

Forsendurnar brostnar

„Það er að hluta til sú staða sem stjórn­end­ur Reykja­vík­ur­borg­ar standa frammi fyr­ir í dag. Það er ljóst að for­send­ur aðal­skipu­lags Reykja­vík­ur til árs­ins 2040 eru brostn­ar, bæði vegna auk­inn­ar eld­virkni í námunda við höfuðborg­ar­svæðið og ekki síður vegna mann­fjöldaþró­un­ar.“

Í grein sinni bendir Friðjón á að aðalskipulag borgarinnar til ársins 2040 hafi verið samþykkt haustið 2021, fyrir rúmum tveimur árum. Í lok þess árs hefði miðspá Hagstofunnar verið á þann veg að við yrðum 445 þúsund eftir tuttugu ár en í fyrra var því spáð að við verðum 520 þúsund eftir 20 ár.

„Á aðeins tveim­ur árum hafði mann­fjölda­spá Hag­stof­unn­ar auk­ist um 75 þúsund manns. Hlut­ur Reykja­vík­ur í þeirri fjölg­un er lík­lega um 27 þúsund manns. Á höfuðborg­ar­svæðinu öllu er þessi tala um 48 þúsund. Það er eins og íbúa­fjöldi Hafn­ar­fjarðar og Garðabæj­ar bæt­ist við vænta íbúa­fjölg­un höfuðborg­ar­svæðis­ins til næstu 20 ára. Það mun ekki ganga eft­ir í því skipu­lagi sem nú­ver­andi meiri­hluti í Reykja­vík hef­ur sett upp fyr­ir Reykja­vík eða höfuðborg­ar­svæðið í heild.“

Þurfum að hugsa hlutina upp á nýtt

Hann vitnar svo í orð jarðfræðinga sem segja að búast megi við jarðhræringum á Reykjanesskaga næstu áratugi, jafnvel árhundruð.

„Þá blas­ir við að aðal­skipu­lag Reykja­vík­ur og vaxt­ar­mörk höfuðborg­ar­svæðis­ins þarfn­ast end­ur­skoðunar. Þétt­ing­ar­stefn­an ein mun ekki duga til og það er ljóst að flug­völl­ur­inn verður í Vatns­mýr­inni næstu 20 árin að minnsta kosti. Þess vegna þurf­um við meðal ann­ars að líta til þess að byggja upp á Geldinganesi og á Kjal­ar­nesi, huga að auk­inni byggð í Úlfarsár­dal og flýta Sunda­braut eins og mögu­legt er,“ segir hann.

Friðjón segir að hvað sem líður einstaka svæðum sem hægt er að byggja þá liggi fyrir að við þurfum að hugsa hlutina upp á nýtt þegar kemur að skipulagsmálum í Reykjavík.

„Meiri­hlut­inn í borg­inni lok­ar aug­un­um fyr­ir framtíðinni og hvað er í vænd­um. Lok­ar aug­un­um fyr­ir þró­un­inni og lok­ar aug­un­um fyr­ir um­hverf­inu og breytt­um veru­leika. Allt er það gert til að þurfa ekki að viður­kenna að sú ein­streng­ings­lega stefna sem borg­ar­bú­ar hafa hafnað trekk í trekk er gjaldþrota.“

Friðjón segir það liggja fyrir að umferðin í borginni sé sprungin og húsnæðismarkaðurinn sé í heljargreipum.

„Við vit­um einnig að meiri­hlut­inn, sem nú er und­ir stjórn fram­sókn­ar­manna, hef­ur ekki aðeins neitað að breyta um stefnu eins og nú­ver­andi borg­ar­stjóri lofaði, held­ur virðast fram­sókn­ar­menn í borg­inni hafa sporðrennt öll­um stefnu­mál­um meiri­hluta Dags B. Eggerts­son­ar án þess að blikna. Við vit­um að ekk­ert mun í raun og veru breyt­ast fyrr en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn kem­ur aft­ur að stjórn og skipu­lagi Reykja­vík­ur­borg­ar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór íhugar að stofna nýjan stjórnmálaflokk

Arnar Þór íhugar að stofna nýjan stjórnmálaflokk
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hvað segja Bretar nú um Brexit?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hvað segja Bretar nú um Brexit?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu