fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Berglind Rán Ólafsdóttir: Eitt gramm dugar til að framleiða heilt tonn af kjöti

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 12:30

Berglind Rán Ólafsdóttir, forstýra Orf líftækni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orf líftækni notar mun ódýrari og umhverfisvænni tækni og nálgun við þróun og framleiðslu vaxtarþátta fyrir vistkjötframleiðslu en keppinautarnir. Þá þarf einungis eitt gramm af vaxtarþáttum til að framleiða heilt tonn af kjöti. Tæknin sem Orf líftækni notar kemur í veg fyrir að fyrirtækið þurfi að nota stóra, dýra og óumhverfisvæna stáltanka til að láta örverur fjölga sér. Berglind Rán er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Berglind Rán Ólafsdóttir - 4.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Berglind Rán Ólafsdóttir - 4.mp4

Berglind segir Orf líftækni ekki þurfa að nota þessa dýru og óumhverfisvænu stáltanka vegna þess að þeirra próteinframleiðsla byggi á allt annarri nálgun. „Það er af því að við erum að nota bygg-kerfið. Fræið er í rauninni okkar stáltankur. Frumurnar í bygginu framleiða próteinið í fræinu.“

Þetta er allt önnur tækni en keppinautarnir eru að nota. „Keppinautarnir eru að framleiða t.d. úr gersveppum og bakteríum, e-coli. Þessar örverur eru settar í stóra tanka þar sem þær fjölga sér,“ segir Berglind.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Allt starfsfólk Orf líftækni, 24 manneskjur, er hér á Íslandi. Markaðsstarfið og viðskiptaþróun fer fram hér á landi en utan landsteinanna er fyrirtækið með framleiðslu í Kanada. „Meginástæðan fyrir því var sú að einn stofnendanna hefur tengsl við Kanada og þekkir það umhverfi vel og það var ákveðið að prófa útiræktun þar, sem hefur gengið alveg lygilega vel,“ segir Berglind. Hún segir ræktunina þar vestra vera á nokkrum hekturum.

„Einn af kostunum við byggið er að það þarf ekki næringarríkasta jarðveginn. Við erum ekki að keppa við allar aðrar fæðutegundir. Sumir okkar keppinauta þurfa mjög næringarríkan jarðveg og þá er hann dýrari. Þetta er frekar harðgerð planta. En það besta við hana er að hún dreifir sér ekki.“

Já, þannig að hún verður ekki sjálfstætt vandamál.

„Nei, og það erum við búin að sýna fram á með því að rækta í Kanada í 10 ár.“

Berglind segir Orf líftækni vissulega þurfa eitthvert landrými ef horft er til framtíðar, það sé hins vegar mjög lítið ef horft er til byggræktar í heiminum, aðeins brotabrot.

„Það þarf svo fáar einingar af vaxtarþáttum í að framleiða vistkjötið. Það þarf eitt gramm til að framleiða eitt tonn af kjöti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
Hide picture