fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Eyjan

Þórður segist sjá beint í gegnum Bjarna og nýjasta útspil hans – „Ísköld pólitísk tækifærismennska“

Eyjan
Föstudaginn 2. febrúar 2024 12:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umdeild færsla utanríkisráðherra um tjaldbúðir Palestínumanna á Austurvelli var ekki dæmi um útlendingahatur heldur tækifærismennska. Sjálfstæðisflokkurinn hafi ákveðið að slást í för með fjölda hægri flokka víða um heim sem notfæra sér hægri popúlisma og ótta fólks við breytingar til að afla sér fylgis. Þetta kemur fram í leiðara ritstjóra Heimildarinnar, Þórðs Snæs Júlíussinar, í dag.

Draumur um það sem var

„Popúlismanum fylgir oft óskilgreind fortíðarþrá, hugmynd um samfélag þar sem Vesturlönd voru ráðandi í efnahagsmálum, örugg störf voru til staðar í framleiðslufyrirtækjum, konur almennt heimavinnandi og innflytjendur fáir.“

Þórður segir að óumflýjanlega hafi þessir tískustraumar stjórnmála numið land á Íslandi og hafi ýmsir stjórnmálamenn mátað sig við popúlisma af þessu tagi undanfarin ár.

Fyrstur í þessu frumkvöðlastarfi var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og félagar hans í Miðflokknum. Svo fylgdi Inga Sæland og Flokkur fólksins. Miðflokkurinn tók hægri nálgun en Flokkur fólksins tók upp sósíalíska útgáfu. Undirtóninn er þó hinn sami – „Íslendingar fyrst, allt hitt svo“.

Sigmundur hafi grætt fylgi á þessari nálgun sem grundvallast á því að spila á tilfinningar fólks fremur en að leggja fram rök eða fjalla um staðreyndir. Þetta snýst heldur um að hræða, spila inn á ótta fólks við breytingar. Upphrópanir um að frelsi fólks stafi ógn af pólitískum rétttrúnaði, að verið sé að heilaþvo fólk og að því stafi ógn af jaðarsettum hópum á borð við trans fólk, flóttamenn og aðra.

Bjarni kastar hatti Sjálfstæðismanna í hringinn

Miðflokkurinn hefur rokið upp í fylgi með þessari nálgun, og það hafi ekki farið framhjá Sjálfstæðismönnum sem hafa sjálfir beðið afhroð í skoðanakönnunum.

„Við nákvæmlega þær aðstæður færði formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, flokk sinn úr því að vera fyrst og síðast valdsækinn og íhaldssamur hægri flokkur með áherslu á kerfisvarnir, sérhagsmunagæslu, efnahagsmál og róttæka einstaklingshyggju á bólakaf í hefðbundin hægri popúlisma.“

Bjarni hafi innsiglað stefnubreytinguna með færslu á Facebook þann 19. janúar þar sem hann gagnrýndi tjaldbúðir Palestínumanna á Austurvelli.

Bjarni hafi þar skrifað:

„Það sem næst þarf að gerast í þessum málaflokki er að herða reglur um hælisleitendamál og samræma því sem gerist hjá nágrannaþjóðum. Auka þarf eftirlit á landamærum. Núverandi fyrirkomulag er algerlega komið úr böndunum, bæði varðandi kostnað og fjölda umsókna. Innviðir okkar komnir að þolmörkum og á því þingi sem tekur aftur til starfa á mánudaginn fram á sumar skiptir öllu að á þessum málum verði tekið af festu og öryggi. Alþingi hefur ítrekað brugðist og hafnað tillögum dómsmálaráðherra sem m.a. hafa átt að taka á þessari stöðu, þótt nokkur jákvæð skref hafi verið tekin. Samhliða þessu þarf að styrkja lögregluna m.a. með auknum heimildum í baráttunni gegn brotastarfsemi, þ.m.t. alþjóðlegri brotastarfsemi.“

Ísköld tækifærismennska

Þórður segir ólíklegt að Bjarni sé haldinn útlendingaandúð. Það vaki annað fyrir honum og flokki hans: „ísköld pólitísk tækifærismennska“.

Bjarni hafi séð sér leik á borði. Hann sé óvinsælasti stjórnmálamaður Íslands og fylgi flokksins dalað í samræmi. Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki farið inn í kosningar með það fylgi og hafi nú engu að tapa.

„Með öðrum orðum þá hafa Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðisflokkurinn engu að tapa. Fylgið utan kjarnans, sem heldur með flokknum eins og fótboltaliði og myndi kjósa hann undir öllum mögulegum kringumstæðum, eða á lífsafkomu sína undir því að ítök flokksins í samfélaginu færi þeim tækifæri og aðgengi að peningum annarra, er meira og minna farið. Það hlýtur að teljast töluleg staðreynd, þegar þrír af hverjum fjórum landsmönnum segjast vantreysta Bjarna Benediktssyni, að arfleifð hans og erindi í stjórnmálum sé í molum.“

Það sé þó erfiðara fyrir Sjálfstæðisflokk að færa sig yfir í þennan popúlisma sem sögulega hafi helst gagnast minni flokkum sem tilheyra stjórnarandstöðu. Sjálfstæðisflokkurinn hafi meira og minna verið við völd á Íslandi frá lýðveldisstofnun og er flokkurinn því með þessu að gagnrýna sjálfan sig. Heilbrigðiskerfið í molum? Það er Sjálfstæðisflokkurinn. Vanfjármögnum lögregla? Það er Sjálfstæðisflokkurnn. Viðbótarvernd til flóttamanna frá Venesúela og Úkraínu? Sjálfstæðisflokkurinn aftur, og sú ákvörðun hafði í för með sér þá fjölgun flóttamanna sem hefur átt sér stað undanfarið.

Ekki benda á mig, segir formaðurinn

Svo þurfi að horfa á raunverulega ástæðuna fyrir ástandinu hvað varðar innviði landsins.

„Innviðir eru sprungnir vegna þess að frá árinu 2012, nokkrum mánuðum áður en Sjálfstæðisflokkurinn tók aftur við völdum í landinu eftir stutt frí, þá hefur ferðamönnum fjölgað úr 647 þúsund í rúmlega 2,2 milljónir.“

Flytja þurfti inn erlent vinnuafl til að ráða við alla þessa ferðamenn. En á sama tíma var ekki brugðist í tíma við fólksfjölguninni sem þessu fylgdi og því aukna álagi á velferða-, húsnæðis, heilbrigðis- og refsivörslukerfin.

Þórður segir í raun kostulegt að horfa á Bjarna snúast um sjálfan sig til að reyna að finna annan sökudólg en þann raunverulega – hann sjálfan og samstarfsfólk hans.

„Því er tímabært að bjóða þjóðina velkomna í hægri popúlismann keyrðan áfram af útlendingaandúð.

Vonandi skemmtið þið ykkur vel.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Hannes eltist við snjóbolta um hábjartan dag

Svarthöfði skrifar: Hannes eltist við snjóbolta um hábjartan dag
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktin meira en helmingi ódýrari á Íslandi en í nágrannalöndunum, segir Ágústa Johnson

Líkamsræktin meira en helmingi ódýrari á Íslandi en í nágrannalöndunum, segir Ágústa Johnson
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ágústa Johnson: Kerfið bregður fæti fyrir forvarnarstarf í einkageiranum – of mikið álag á heilsugæsluna

Ágústa Johnson: Kerfið bregður fæti fyrir forvarnarstarf í einkageiranum – of mikið álag á heilsugæsluna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ágústa Johnson: Íslendingar ein feitasta þjóð í heimi þrátt fyrir að vera hvað duglegastir að mæta í ræktina

Ágústa Johnson: Íslendingar ein feitasta þjóð í heimi þrátt fyrir að vera hvað duglegastir að mæta í ræktina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Samstarfsfólk Guðna styður hann til formennsku í KSÍ

Samstarfsfólk Guðna styður hann til formennsku í KSÍ
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ágústa Johnson: Við eigum bara einn skrokk – „Use it or lose it!“

Ágústa Johnson: Við eigum bara einn skrokk – „Use it or lose it!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maður er manns gaman, segir Ágústa Johnson í Hreyfingu

Maður er manns gaman, segir Ágústa Johnson í Hreyfingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ætlunarverkið tókst – engu hróflað og kvótagreifar græða sem aldrei fyrr

Ætlunarverkið tókst – engu hróflað og kvótagreifar græða sem aldrei fyrr