fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Eyjan

Ísland getur orðið eitt af stóru nöfnunum í viskíheiminum, segir íslenskur viskíframleiðandi

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 2. febrúar 2024 18:30

Birgir Már Sigurðsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Þoran Distillery í Hafnarfirði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland getur orðið eitt af stóru nöfnunum í viskíheiminum. Umhverfið, náttúran og hitastigið hér á landi er alls ekki frábrugðið því sem er í Skotlandi og þá sér í lagi á eyjunni Islay, sem er eitthvert þekktasta viskíframleiðslusvæði í heiminum. Birgir Már Sigurðsson stofnandi og framkvæmdastjóri Þoran Distillery í Hafnarfirði, sem er eitt þriggja fyrirtækja hér á landi sem vinnur að framleiðslu viskís, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Þegar maður hugsar um viskí þá hugsar maður um Skotland. maður hugsar um Írland, maður hugsar jafnvel um Kentucky og sérvitringar eins og ég, þeir hugsa jafnvel um Tennessee, ekki Ísland.

Markaðurinn - Birgir Már Sigurðsson - 1.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Birgir Már Sigurðsson - 1.mp4

„Við erum að reyna að breyta því,“ segir Birgir. „Það eru þrjú fyrirtæki sem eru að búa til íslenskt viskí, eitt þeirra er með vöru sem er komin á markað. Við vinnum mjög vel saman, öll þessi fyrirtæki, og við erum öll sammála um það að Ísland sé það einstakt að það geti orðið stórt nafn í viskí-heiminum.“

Hann bendir á að í Skotlandi eru mismunandi viskígerðarsvæði. Það séu Láglönd og Hálönd, Speyside, Campbelltown og Islay. Hvert svæði hafi sín séreinkenni þegar kemur að viskíframleiðslu.

Hann tilgreinir sérstaklega viskí frá eyjunni Islay, sem er þetta dæmigerða reykta viskí.

Já, það er alveg magnað hvað reykurinn getur verið allt frá því að vera mjög svona undirliggjandi yfir í það að vera allt umlykjandi.

„Eins og einhver hafi kveikt í hjólbarða, það er bara tjara og allur pakkinn,“ segir Birgir. „En þetta reykta viskí kemur frá lítilli eyju, sem heitir Isla, og sú eyja er alveg heimsþekkt bara fyrir sinn sérstíl. Þetta eru ekki nema held ég níu eimunarhús, miðað við síðustu talningu, en samt er þetta alveg einstakt og heimsþekkt.

Ég reyni að fara til Skotlands eins oft og ég get og er þarna með annan fótinn. Þegar ég var þarna, 2011 minnir mig, einmitt að heimsækja þessa eyju þá átta ég mig á því að þetta er ekkert ósvipað Íslandi, umhverfið og náttúran og hitastigið og þess háttar þannig að spurningin vaknaði, af hverju erum við ekki að búa til viskí á Íslandi?“

Í þættinum fara þeir vítt og breytt yfir viskíframleiðslu hér á landi og annars staðar, ræða um viðskiptaumhverfið sem hefur verið að breytast til batnaðar fyrir íslenska áfengisframleiðendur, m.a. með því að nú er heimilt að selja beint til neytenda á framleiðslustað og vonir standa til að vefsala á áfengi verði lögleidd innan tíðar. Viskíframleiðsla er flókin og mjög tímafrek þannig að mikilvægt er að hafa þolinmóða fjárfesta í liði með sér í greininni, auk þess sem miklu skiptir að skjóta fleiri stoðum undir reksturinn með framleiðslu einfaldari drykkja á borð við gin og líkjöra sem tekur mun minni tíma að framleiða en viskí.

Hlaðvarpið í heild verður aðgengilegt hér á Eyjunni í fyrramálið, laugardaginn 3. febrúar, kl. 8.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Skagi verður nýtt nafn móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar

Skagi verður nýtt nafn móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vanrækt pólitík og glötuð tækifæri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vanrækt pólitík og glötuð tækifæri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Foreldrar hafi ekki ótakmarkaðan rétt á að birta myndir af börnum sínum

Foreldrar hafi ekki ótakmarkaðan rétt á að birta myndir af börnum sínum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Íslenska leiðin er samráð í stað samkeppni

Sigmundur Ernir skrifar: Íslenska leiðin er samráð í stað samkeppni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formannsslagurinn í KSÍ: Póstur frá kennara á Akureyri – skipuleg aðför að Guðna?

Formannsslagurinn í KSÍ: Póstur frá kennara á Akureyri – skipuleg aðför að Guðna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Er viss um að Katrín sé ánægð með Trump

Er viss um að Katrín sé ánægð með Trump
Hide picture