fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Þórdís Kolbrún segist ekki vera landtökukona

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 19. febrúar 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra ritaði fyrr í dag aðsenda grein á Vísi þar sem hún þvertekur fyrir að það sé hennar persónulega ákvörðun að ríkið sölsi undir sig fjölda eyja í kringum Ísland.

Það vakti mikla athygli nýverið þegar óbyggðanefnd gaf út þá kröfulýsingu að fjöldi eyja í kringum Ísland yrðu lýstar þjóðlendur og þar með í eigu íslenska ríkisins. Þar á meðal eru Vestmannaeyjar nánast í heild sinni, fyrir utan hluta Heimaeyjar, og þó nokkur hluti Grímseyjar. Á vef óbyggðanefndar segir að um sé að ræða kröfur fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins.

Vakti kröfulýsingin hörð viðbrögð hjá bæjarstjórn Vestmannaeyja. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri sendi Þórdísi Kolbrúnu opið bréf þar sem þess var meðal annars krafist að kröfulýsingin yrði dregin til baka og spurt hver tilgangurinn með þessu eiginlega væri.

Sjá einnig: Bæjarstjórn Vestmannaeyja skilur ekkert í kröfu Þórdísar – Tilgangslaust ófriðarbál

Í samtali við Mbl.is bar Þórdís Kolbrún af sér sakir. Hún sagði meðal annars að um væri að ræða hefbundið ferli hjá óbyggðanefnd sem hefði verið lögbundið í 20 ár og sjálf hefði hún ekki komið nálægt þessari kröfulýsingu og myndi ekki taka afstöðu í málinu fyrr en það væri komið inn á hennar borð og þau sem kynnu að eiga öndverðra hagsmuna að gæta myndu andmæla kröfulýsingunni:

„Það er ekk­ert í þessu sem ég er að taka sjálf­stæða ákvörðun í, þetta bygg­ir á lög­um og fram­kvæmd sem hef­ur verið við lýði frá um það bil alda­mót­um,“ sagði Þórdís Kolbrún.

Réð ráðherrann þessu?

Mbl.is ræddi einnig við Sigmar Ómarsson framkvæmdastjóra óbyggðanefndar. Þar áréttaði hann að nefndin sem slík gerði engar kröfur um hvaða landsvæði yrðu lýst þjóðlendur. Það væri fjármála- og efnahagsráðherra sem gerði kröfurnar fyrir hönd íslenska ríkisins og nefndin væri óháð úrskurðarnefnd sem úrskurðaði um kröfurnar. Hann sagði að umrædd krafa um að stærstur hluti Vestmannaeyja yrði lýstur þjóðlenda hefði verið send frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu til nefndarinnar sem hefði í kjölfarið birt hana opinberlega.

Í grein í staðarmiðlinum Tígull lagði Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja áherslu á að um væri að ræða kröfu sem gerð væri að frumkvæði ráðherrans og ráðuneytisins en ekki óbyggðanefndar. Hann sagði jafn framt í greininni að fyrir lægi þinglýstur eignaréttur Vestmannaeyjabæjar á því landi í eyjunum sem ráðherrann geri nú kröfu um að verði þjóðlenda og þar með eign ríkisins.

Ætli ekki að sölsa undir sig land en gæta verði jafnræðis

Í grein Þórdísar Kolbrúnar á Vísi í dag leggur hún enn áherslu á að draga úr sínum þætti í kröfulýsingunni sem svo mikla óánægju hefur vakið hjá bæjaryfirvöldum í Vestmannaeyjum. Hún segir þetta ekki sína persónulegu ákvörðun:

„Ég skil að mörgum hafi brugðið og því er rétt að taka af allan vafa strax: Hvorki ég né ríkið höfum það að markmiði að sölsa undir okkur eyjar landsins sem eru í einkaeigu. Kjarni málsins er að verið er að framfylgja skrefi 17 af 17 samkvæmt lögum frá árinu 1998 sem að þvert á móti snýst um að eyða óvissu um eignarréttindi lands.“

Ferlið um að eyða óvissu um eignarréttindi lands sé lögbundið og það verði að eiga við um eyjar og sker við Ísland eins og önnur landsvæði á landinu. Krafa um að fara öðruvísi að með eyjarnar og skerin gangi gegn jafnræði og hlutlægni. Hún telji hins vegar að ríkið eigi enga hagsmuni af því hvar mörk þjóðlendna séu heldur eingöngu að óvissu um mörk sé eytt. Þess vegna ætti ríkið ekki að bera í sífellu úrskurði óbyggðanefndar, sem séu ekki í samræmi við kröfugerð þess, undir dómstóla.

Þórdís Kolbrún segir að ráðherrar á Íslandi geti ekki gert það sem þeim sýnist:

„Sem betur fer búum við í þannig samfélagi. Þótt það geti reynt á þolrif ráðherra og borgara sömuleiðis. Fara verður eftir leikreglum, ekki geðþótta sitjandi ráðherra.“

Breyta eigi um nálgun

Þórdís segist hafa óskað eftir því við óbyggðanefnd að hún nýti sér lagabreytingar frá 2020 og hefji málsmeðferð vegna eignaréttinda á eyjum og skerum upp á nýtt. Lög heimili nefndinni að hefja málsmeðferð vegna landsvæða utan strandlengju meginlandsins með áskorun um að lýsa réttindum en síðan taki við hefðbundin málsmeðferð. Þar með ætti málsmeðferðin ekki að vera eins viðamikil og stefni í að óbreyttu með þeim kröfum um þjóðlendur sem lagðar hafi verið fram. Tryggja verði þó eftir sem áður að jafnræðis verði gætt.

Að lokum ítrekar Þórdís Kolbrún að það sé ekki sérstakt áhugamál hennar að íslenska ríkið taki til sín meira land:

„Öllum má vera ljóst, en sjálfsagt er að leiðrétta þann misskilning sem gætir, að ekki er á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að taka þau landsvæði sem eru háð beinum eignarréttindum. Sú kona sem þetta ritar hefur reyndar engan áhuga á því að ríkið sölsi undir sig frekara land. En ég fylgi lögum, hreyfi mig innan þess svigrúms sem ég hef í krafti þess embættis sem ég gegni.“

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG