fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

David Cameron heimsækir Falklandseyjar – Argentínumenn vilja viðræður um framtíð eyjanna

Eyjan
Mánudaginn 19. febrúar 2024 08:00

Stanley er höfuðstaður Falklandseyja. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, heimsækir Falklandseyjar í þessari viku. Hann verður þar með fyrsti breski ráðherrann til að heimsækja eyjarnar síðan 2016. Argentínumenn hafa að undanförnu krafist þess að ríkin ræði um framtíð eyjanna en Argentína hefur lengi gert tilkall til þeirra.

Árið 1982 hertóku Argentínumenn eyjarnar en Bretar brugðust við því með að senda fjölmennt herlið til þeirra og náðu þeim úr höndum Argentínumanna. 255 breskir hermenn féllu í átökunum, þrír heimamenn og 649 Argentínumenn.

Javier Milei, sem tók nýlega við embætti forseta Argentínu, hefur endurvakið kröfur Argentínumanna um yfirráð yfir eyjunum. Hann vill að Bretar afhendi Argentínumönnum þær.

Sky News segir að Cameron hafi sagt að fullveldi eyjanna sé „ekki til umræðu“ svo lengi sem eyjaskeggjar vilja tilheyra Bretlandi.  „Falklandseyjar eru mikilvægur hluti af bresku fjölskyldunni og svo lengi sem íbúarnir vilja vera hluti af þessari fjölskyldu, þá er fullveldi þeirra ekki til umræðu,“ sagði hann í yfirlýsingu.

Milei, sem er róttækur frjálshyggjumaður, hét því í kosningabaráttunni að gjörbreyta efnahag Argentínu til hins betra en landið glímir við mikinn efnahagsvanda. Hann hét því einnig að Argentínumenn muni fá yfirráð yfir Falklandseyjum. Hann hefur stungið upp á því að Bretar nálgist málið á svipaðan hátt og þegar þeir afhentu Kínverjum Hong Kong árið 1997. Sá samningur byggðist hins vegar á því að 99 ára leigusamningur var að renna út.

Falklandseyjar hafa verið undir breskri stjórn frá 1833 að undanteknum þriggja mánaða tímabili 1982 þegar Argentínumenn hertóku eyjarnar.

Eyjaskeggjar gengu að kjörborðinu 2013 og létu vilja sinn um framtíðarstöðu eyjanna í ljós. 99,8% studdu áframhaldandi bresk yfirráð. Breskir stjórnmálamenn vísa mjög oft í þessa niðurstöðu þegar Argentínumenn setja fram kröfur um að fá yfirráð yfir eyjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að