fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Eyjan

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 4. desember 2024 16:30

Björn segir að það muni um að missa Óla Björn af þingi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, saknar flokksfélaga síns í Sjálfstæðisflokknum Óla Björns Kárasonar. Óli Björn hættir bæði á þingi og sem greinahöfundur í Morgunblaðinu.

„Óli Björn er í hópi þeirra sem munaði um í þingstörfum vegna málefnalegrar afstöðu og áhrifa í þágu hugsjóna,“ segir Björn í pistli á heimasíðu sinni bjorn.is

Óli Björn sat á þingi frá árinu 2016 og var þingflokksformaður árin 2021 til 2023. Hann hefur skrifað greinar í Morgunblaðið frá árinu 2012, sem eru næstum því 500 talsins.

„Af skrifum hans mátti ráða að hann hefði sagt af sér formennsku í þingflokknum vegna þess að honum þótti nóg um samstarfið við VG: Það væri ekki unnt að teygja sig endalaust í málamiðlunum við þingmenn flokksins eða verja stjórnarathafnir þeirra,“ segir Björn og tvinnar stjórnmálaástandið í dag við brotthvarf Óla Björns. „Í hugum margra tóku viðvörunarljósin að blikka hraðar vegna þreytu Óla Björns á stjórnarsamstarfinu. Í lokagrein sinni á þeim vettvangi sem hann hefur haft í Morgunblaðinu undanfarin 12 ár vekur hann athygli á þeirri staðreynd að nú sé stefnt að vinstristjórn þrátt fyrir að hægri vindar hafi blásið á kjördag.“

Björn bendir á að rúmur helmingur þingheims, 33 þingmenn, hafi horfið af Alþingi í kosningunum í ár. Annað hvort vegna þess að þeir buðu sig ekki fram eða nutu ekki stuðnings kjósenda til áframhaldandi setu. Tveir heilir þingflokkar hurfu alveg, Vinstri græn og Píratar.

„Nýtt þing verður með nýjum svip þegar það kemur saman. Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum,“ segir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps