fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Willum gerir lækna að Framsóknarmönnum

Eyjan
Föstudaginn 29. nóvember 2024 07:01

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, virðist hafa unnið sér inn virðingu og hlýjan hug margra lækna en nokkuð hefur borið hefur á stuðningsyfirlýsingum til hans úr þeim ranni í aðdraganda alþingiskosninga.

Skemmst er að minnast aðsendrar greinar læknanna Kristjáns Guðmundssonar og Sigfúsar Gizurarsonar í Morgunblaðið í vikunni þar sem þeir lofuðu Willum og sögðu að aldrei á þeirra starfsævi hafi ríkt önnur eins sátt um heilbrigðisráðherra meðal lækna og á við í tilviki Willum.

Einn þeirra er Theódór Skúli Sigurðsson, svæfinga- og gjörgæslulæknir á Landspítalanum, sem hrósaði heilbrigðisráðherranum í hástert í færslu á samfélagsmiðlum í gær.

„Mig langar því að að fara yfir verk starfandi heilbrigðisráðherra Willum Þórs Þórssonar á þeim rúmu þremur árum sem hann fékk til verksins.
Willum kom vel undirbúinn í heilbrigðisráðuneytið, hafandi verið formaður fjárlaganefndar, vissi hann hvert væri hægt að sækja fjármagn og nýta til nauðsynlegra verka. Fyrst þurfti hinsvegar að meta umfang verkefnanna, virkja fagfólk í starfshópa og koma fram með trúverðugar tillögur um úrbætur. Síðan hefur hver starfshópurinn á fætur öðrum skilað sinni vinnu og ekki stendur á viðbrögðum í kjölfarið,” skrifar Theódór og listar upp það sem hefur áunnist í tíð Willum.

Þá segist Theódór skemmtilega sögu af því þegar Willum Þór ávarpað aðalfund Læknafélags Íslands en það hafi hann gert í þrígang. „Í hvert sinn ávann hann sér virðingu og lof fleiri lækna, svo mikið að á endanum missti Katrín Fjeldsted heimilslæknir, fyrrum alþingismaður og heiðursfélagi í Læknafélagi Íslands út úr sér „Ráðherra bara búið gera lækna að Framsóknarmönnum!“ Að sjálfsögðu er mikið verk óunnið, en framlag og þrotlaus vinna fráfarandi heilbrigðisráðherra á þeim stutta tíma sem hann fékk til verksins verður seint fullþakkað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu