fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Eyjan

Jóhannes Loftsson skrifar: Mun Alma valda skipbroti Samfó í næstu kosningum?

Eyjan
Föstudaginn 29. nóvember 2024 14:12

Jóhannes Loftsson, formaður Ábyrgrar framtíðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfylkingunni er spáð góðu gengi í komandi kosningum.  En sú gæfa gæti orði fallvölt í næstu kosningum. Heilbrigðisráðherraefni þeirra er landlæknir og störf hennar þegar þríeykið stýrði landinu hafa hvorki verið rýnd né metin.  Margt nýtt á líklega eftir að koma í ljós á næsta ári sem mun gjörbreyta viðhorfi fólks til þessa tíma.

Tími sannleikans er runninn upp

Það voru að gerast stórir breytingar í heiminum í nóvember. Trump vann kosningarnar verður forseti bandaríkjanna.

Aðalmálið er þó ekki endilega Trump, heldur hverja hann er að taka með sér.

Fyrstan ber að nefna Elon Musk, einn ríkasta mann í heimi, sem nýlega fór í stríð gegn ritskoðun og keypti Twitter (nú X) og ljóstraði upp um ritskoðun miðilsins sem stýrt var af yfirvöldum á covidtímanum. Almenningur mátti ekki vita um tilraunastofu uppruna covid né að bóluefnin gætu verið skaðleg. Þessi ritskoðun hafði áhrif á fréttaumfjöllun um allan heim, þ.m.t. á Íslandi.

Annar lykilmaður hjá Trump er Robert Jr. Kennedy, (bróðursonur JFK) sem jafnframt er aðalandstæðingur covidbóluefnanna í heiminum.  Kennedy er að fara að verða æðsti yfirmaður heilbrigðismála.

Eins hefur Trump nú einnig aðalandstæðing sóttvarnaaðgerða, Dr. Jay Bhattacharya sem yfirmann NIH einna valdamestu undirstofnunar Kennedys.  En Dr. Jay var fyrstur að sýna fram á hversu mildur covid var og var einn meðhöfunda  “The great Barrington” yfirlýsingarinnar sem krafðist stöðvunar sóttvarnaaðgerða og að faraldurs vísindunum yrði aftur fylgt í stað óttastjórnunarinar sem þjóðir heims höfðu þá byrjað að fylgja.

Trump ætlar greinilega að fara að taka til og það býr alvara að baki. Það er að fara af stað rannsókn og sannleikurinn mun koma fram.  Allir sem munu þvælast fyrir Kennedy eða Bhattacharya gætu átt á hættu að vera reknir á staðnum, svo mikilvægt er þeirra verkefni að snúa við þessum stofnunum.  Fátt getur því lengur stöðvað það héðan í frá að allur sannleikurinn komi fram.

Þá verður ekki gott að vera landlæknirinn sem talaði gegn D-vítamíni, hvatti alla í sprautunnar og svaf svo á verðinum nú þegar afleiðingarnar eru byrjaðar að koma með lýðheilsuhruni þjóðarinnar.

Það er á hennar vakt sem sprautuskaðaðir voru sendir á vergang milli lækna í heilbrigðiskerfi sem viðurkennir ekki að sprautuskaði sé til.  Siðlaust kerfi þar sem sjúkir velja oft frekar að “harka af sér” bráðatilfellin heima hjá sér til að þurfa ekki að takast á við skilningsleysi heilbrigðisstarfsfólks.

Það er á hennar vakt sem yfirvöld hafa ekki vaktað aukningu hjartakvilla, blóðrásarkvilla, krabbameins, sjálfsónæmiskvilla, ófrjósemi og fleiri bóluefnatengda kvilla þrátt fyrir að vita að enginn bóluefnaframleiðandi þorði að bera ábyrgð á afleiðingum eigin framleiðslu.

Þegar skíturinn hefur flotið upp er hætt við að helgimyndin byrji að hrynja og öll spjót beinist að heilbrigðisráðherraefninu fyrir störf hennar sem landlæknir.  Stærðargráðan á þeirri lýðheilsuvá sem steðjar að er líklega stærri en flesta órar fyrir.  Líklegast eru tugþúsundir skaðaðir og margir þeirra grunlausir.  Vei þeim stjórnmálaflokki sem kemur embættismanni til valda sem ber ábyrgð á þessu og þaggar þetta niður og vei þeim stjórnmálaflokki sem mun halda áfram að styðja við slíka ríkisstjórn eftir að sannleikurinn er kominn fram.

Samfylkingunni væri hollast að staldra aðeins við og hugsa sig vandlega um áður en jafn umdeild manneskja er sett í slíka valdastöðu. Það koma kosningar eftir þessar kosningar og skjótt skipast veður í lofti í íslenskri pólitík.

Höfundur er formaður Ábyrgrar Framtíðar og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi Norður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Um 11% atkvæða gætu dottið niður dauð

Um 11% atkvæða gætu dottið niður dauð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Leynivinaleikur leiðtoganna – Hver fékk hvað frá hverjum?

Leynivinaleikur leiðtoganna – Hver fékk hvað frá hverjum?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir rök Bjarna heitins Benediktssonar frá 1969 enn í fullu gildi sem rök fyrir inngöngu í ESB nú

Segir rök Bjarna heitins Benediktssonar frá 1969 enn í fullu gildi sem rök fyrir inngöngu í ESB nú
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gógó Starr hjólar í Sigmund Davíð – „Mjög opinskátt hatursfullur í garð hinsegin- og trans fólks“

Gógó Starr hjólar í Sigmund Davíð – „Mjög opinskátt hatursfullur í garð hinsegin- og trans fólks“