fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademías

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 27. nóvember 2024 14:34

Jenna Kristín og Birta Ósk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birta Ósk Theodórsdóttir hefur verið ráðin tæknistjóri Akademias þar sem hún mun koma til með að stýra áframhaldandi þróun á Avia hugbúnaðarlausninni og Jenna Kristín Jensdóttir hefur verið ráðin sem fræðslustjóri hjá Akademias og ber ábyrgð á þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina ásamt því að tryggja að öll þjónusta Akademias (t.a.m. framleiðsla á námsefni) sé í takt við væntingar og stefnu fyrirtækisins.

„Við erum ákaflega stolt af því að fá þær Jennu og Birtu til liðs við okkur en hjá Akademias starfa 22 sérfræðingar í fræðslumálum. Akademias hjálpar vinnustöðum að greina fræðsluþarfir og skipuleggja fræðsluþarfir, AVIA fræðslu- og samskiptakerfið, framleiðslu á sértækum námskeiðum og á stærsta rafræna fræðslusafn á Íslandi með yfir 180 námskeiðum,“ segir Guðmundur Arnar framkvæmdastjóri Akademias

Birta útskrifaðist með Bsc gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2022 og hefur sinnt kennslu í fjölmörgum námskeiðum tölvunarfræðideildar háskólans frá árinu 2020. Hún hóf störf sem forritari hjá Avia í upphafi árs 2022 þar sem hún var lykilaðili í þróun og uppbyggingu hugbúnaðar lausnarinnar. Áður en hún tók við nýju hlutverki hjá Akademias starfaði Birta sem bakendaforritari hjá Dohop.

Jenna Kristín Jensdóttir er gift þriggja barna móðir sem hefur brennandi áhuga á mannauðsmálum og öllu sem kemur að mannlegum samskiptum og hefur unnið við mannauðsmál í rúm sex ár. Jenna lauk BS í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst, Master í forystu og stjórnun og Master í markaðsfræði frá sama skóla. Hún starfað sem deildarstjóri mannauðs hjá Öryggismiðstöðinni og hefur víðtæka þekkingu og reynslu af stjórnun mannauðsmála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“