

Kjördæmissamband Framsóknar í Suðvesturkjördæmi (KFSV) hefur samþykkt framboðslista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi á fjölmennu aukaþingi sambandsins í Bæjarlind í Kópavogi sem haldið var í dag.
Listinn samanstendur af reynslumiklu fólki sem býr og starfar um allt kjördæmið.
Í fyrsta sæti er Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, Kópavogi.
Í öðru sæti er Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður, Hafnarfirði.
Í þriðja sæti er Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur, Mosfellsbæ.
Í fjórða sæti er Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðumaður og bæjarfulltrúi, Hafnarfirði.
Í fimmta sæti er Heiðdís Geirsdóttir, félagsfræðingur, Kópavogi.
„Ég er í senn auðmjúkur og þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt og er fullur tilhlökkunar fyrir baráttunni fram undan með þessum öfluga hópi fólks sem skipar lista Framsóknar í kjördæminu.“ segir Willum Þór Þórsson oddviti listans.
Listi Framsóknar í Suðvesturkjördæmi í heild sinni:
| Sæti | Nafn | Lögheimili | Staða eða starfsheiti |
| 1 | Willum Þór Þórsson | Kópavogi | Ráðherra |
| 2 | Ágúst Bjarni Garðarsson | Hafnarfirði | Þingmaður |
| 3 | Vala Garðarsdóttir | Mosfellsbæ | Fornleifafræðingur |
| 4 | Margrét Vala Marteinsdóttir | Hafnarfirði | Forstöðumaður og bæjarfulltrúi |
| 5 | Heiðdís Geirsdóttir | Kópavogi | Félagsfræðingur |
| 6 | Svandís Dóra Einarsdóttir | Kópavogi | Leikkona |
| 7 | Einar Þór Einarsson | Garðabæ | Framkvæmdastjóri |
| 8 | Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir | Garðabæ | Verkefnastjóri |
| 9 | Sigrún Sunna Skúladóttir | Kópavogi | Lektor við hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild og form. Beinverndar |
| 10 | Kjartan Helgi Ólafsson | Mosfellsbæ | Meistaranemi |
| 11 | Eyrún Erla Gestsdóttir | Kópavogi | Skíðakona og nemi |
| 12 | Hjördís Guðný Guðmundsdóttir | Garðabæ | Kennari og form. Kvenna í Framsókn |
| 13 | Urður Björg Gísladóttir | Garðabæ | Löggiltur heyrnarfræðingur |
| 14 | Árni Rúnar Árnason | Hafnarfirði | Tækjavörður |
| 15 | Bergrún Ósk Ólafsdóttir | Kópavogi | Verkefnastjóri |
| 16 | Guðmundur Einarsson | Seltjarnarnesi | Fyrrv. forstjóri og eftirlaunaþegi |
| 17 | Björg Baldursdóttir | Kópavogi | Skólastjóri og bæjarfulltrúi |
| 18 | Einar Sveinbjörnsson | Garðabæ | Veðurfræðingur |
| 19 | Valdimar Sigurjónsson | Hafnarfirði | Framkvæmdastjóri |
| 20 | Kristján Guðmundsson | Kópavogi | Læknir |
| 21 | Linda Hrönn Þórisdóttir | Hafnarfirði | Kennari |
| 22 | Gunnar Sær Ragnarsson | Kópavogi | Lögfræðingur |
| 23 | Halla Karen Kristjánsdóttir | Mosfellsbæ | Íþróttakennari og bæjarfulltrúi |
| 24 | Sigurjón Örn Þórsson | Kópavogi | Framkvæmdastjóri |
| 25 | Valdimar Víðisson | Hafnarfirði | Skólastjóri og bæjarfulltrúi |
| 26 | Baldur Þór Baldvinsson | Kópavogi | Eftirlaunaþegi |
| 27 | Eygló Þóra Harðardóttir | Mosfellsbæ | Verkefnastjóri og fyrrv. ráðherra |
| 28 | Úlfar Ármannsson | Garðabæ | Framkvæmdastjóri |