fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Eyjan

Segir að Bjarni hafi óttast að Jón myndi gera eins og Sigríður Andersen

Eyjan
Föstudaginn 25. október 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón M. Egilsson, fyrrverandi ritstjóri og fréttastjóri, segir að Valhöll hafi óttast að Jón Gunnarsson myndi fara sömu leið og Sigríður Á. Andersen og skipta um flokk.

Morgunblaðið greindi frá því í dag að Jón muni skipa 5. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og um leið verður hann sérstakur fulltrúi Bjarna í matvælaráðuneytinu.

Sigurjón gerir þetta að umtalsefni á Miðjunni þar sem hann er ritstjóri.

„Við verðum að gera eitthvað fyrir strákana,“ er nokkuð sem oft er sagt þegar karlar ná ekki ásættanlegum árangri í prófkjörum. Nú er það Jón Gunnarsson. Þrátt fyrir að hafa sýnt Bjarni formanni ótrúlega mikla þolinmæði og tryggð urðu hlutskipti hans fimmta sæti á listanum. Grunur er um að Jón hafi farið í fýlu,” segir hann.

Hann bætir við að enginn hafi vitað hvað Jón myndi gera eftir eftirtektarverðan „árangur“ í prófkjörinu. Þórdís Kolbrún hafi haft betur og Jón rokið af fundi þegar niðurstaðan varð ljós.

„Þar sem stefnuskrár Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins eru nánast samhljóma var ótti í Valhöll að Jón gerði eins og Sigríður Á. Andersen. Að skipta um flokk,“ segir Sigurjón en Jón var mjög sterklega orðaður við framboð fyrir Miðflokkinn.

„Bjarni kann leikinn þann. Hann bætti á sig matvælaráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu við brotthlaup VG-liða. Hann fann leið til að Jón fái eitthvað. Hann hefur verið gerður að sérstökum fulltrúa Bjarna í matvælaráðuneytinu. Svo Jón brosti í gegnum tárin. Kominn með ráðherraskrifstofu rétt einu sinni. Bjarni virðist vera traustur vinur,“ segir Sigurjón að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar