fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Eyjan

Ný könnun: Viðreisn stærri en Sjálfstæðisflokkurinn – VG í kjallaranum

Eyjan
Föstudaginn 25. október 2024 14:32

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkurinn er fjórði stærsti flokkur landsins og nálgast Flokkur fólksins hann óðfluga samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Prósents sem unnin var fyrir Morgunblaðið. Greint er frá niðurstöðunum á mbl.is.

Samfylkingin mælist sem fyrr stærsti flokkur landsins með 24,2% fylgi, Miðflokkurinn er þar á eftir með 16,1% fylgi og Viðreisn tekur stökk upp í 15,0%. Sjálfstæðisflokkurinn er svo með 13,3% fylgi og Flokkur fólksins með 11,4% fylgi.

Þetta eru einu flokkarnir sem eru með yfir 10 prósenta fylgi og raunar eru aðrir flokkar á mörkunum að ná manni inn, samkvæmt niðurstöðunum.

Píratar mælast með 5,8% fylgi eins og Framsóknarflokkurinn. Sósíalistar mælast með 4,3% fylgi og VG er nánast í kjallaranum 2,4% fylgi. Lýðræðisflokkurinn rekur lestina með 1,1% fylgi.

Könnunin var gerð dagana 18. til 24. október síðastliðinn og var úrtakið 2.500 manns. Svarhlutfall var 50%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi – missir Viðreisn fram úr sér

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi – missir Viðreisn fram úr sér
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun