fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Arna Lára vill leiða Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 21. október 2024 18:10

Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, gefur kost á sér til að leiða lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum.

Þessu greinir Arna Lára frá á samfélagsmiðlum í dag.

„Ég hef verið lengi virk í Samfylkingu og verið hluti af forystu flokksins síðustu ár. Saman höfum við breytt Samfylkingunni og fært hana nær fólkinu í landinu. En nú er kominn tími á breytingar við stjórn landsins. Við erum til þjónustu reiðubúin, fáum við til þess traust hjá þjóðinni, og ég vil mitt af mörkum á Alþingi,“ segir Arna Lára í færslunni.

Arna Lára segist sannfærð um að löng reynsla hennar í sveitarstjórn yrði afar gagnleg á vettvangi landsmálanna. Einnig búi hún yfir mikilli reynslu úr atvinnulífinu og nýsköpunarmálum.

„Norðvesturkjördæmi þarf á öflugum talsmanni að halda sem þekkir vel til kjördæmisins og innviða þess. Við stöndum frammi fyrir fjölmörgum áskorunum og fólk gerir kröfu um árangur,“ segir Arna Lára. „Ég mun leggja mig alla fram ásamt öflugri Samfylkingu. Við eru með skýrt plan og höfum einbeittan vilja til verklegra framkvæmda, sem ekki er vanþörf á. Vonandi fæ ég ykkar stuðning til góðra verka!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
Eyjan
Fyrir 5 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“