fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Þórdís Kolbrún skorar Jón á Hólm

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 16. október 2024 15:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og utanríkisráðherra mun bjóða sig fram í 2. sætið á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara í næsta mánuði. Ljóst er því að hún mun skora Jón Gunnarsson, þingmann flokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra á hólm, sem var í þessu sæti í síðustu kosningum og hefur tilkynnt að hann sækist eftir því að halda sætinu.

Í tilkynningu á Instagram-síðu sinni segir Þórdís Kolbrún, sem leiddi lista flokksins í norðvesturkjördæmi fyrir síðustu kosningar, að hún sé þakklát fyrir það traust sem henni hafi verið sýnt en að ákvörðun um að færa sig milli kjördæma hafi verið tekin að vel ígrunduðu máli þar sem hún og eiginmaður hennar, ásamt börnum þeirra, hafi búið í Kópavogi í áratug.

Hún segist telja að hennar kraftar muni nýtast best í þessu fjölmennasta kjördæmi landsins og það sé skylda hennar sem varaformanns að líta til þess hvar hún vinni stefnu flokksins mest fylgi en athygli vekur að Þórdís skáletrar þau orð í færslunni, væntanlega til áhersluauka.

Skýr valkostur

Hún endar færslu sína meðal annars á eftirfarandi orðum:

„Ég er með þessu að gefa Sjálfstæðisfólki í kjördæminu skýran valkost til framtíðar.

Með skáletruninni virðist Þórdís Kolbrún vera að leggja sérstaka áherslu á að með þessu vilji hún að flokksfólk geti valið um að hafa Bjarna Benediktsson formanns flokksins áfram í efsta sæti og hana sjálfa í öðru sæti eða að röðun í efstu tvö sætin verði óbreytt frá síðustu kosningum. Virðist hún því telja mikilvægt að flokksfólk geti valið um hvort það vill skipta Jóni úr öðru sætinu fyrir hana sjálfa.

Ekki er ljóst á þessari stundu hvernig staðið verður að vali á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Hvort sem kosið verður um efstu sætin eða stillt upp á listann þá stefnir væntanlega í slag á milli Þórdísar Kolbrúnar og Jóns um annað sætið.

Hávær orðrómur hefur verið uppi um að Þórdís Kolbrún hyggði á þessa breytingu. Heyrst hefur að einn helsti hvatinn að því að hún ætlar sér að færa sig á milli á kjördæma séu auknar óvinsældir hennar í Norðvesturkjördæmi í kjölfar ákvörðunar hennar um að loka sendiráði Íslands í Moskvu en það er sagt hafa skaðað mjög viðskipti fyrirtækisins Skagans 3x í Rússlandi, en fyrirtækið var einn stærsti vinnuveitandinn í heimabæ Þórdísar, Akranesi, áður en það varð gjaldþrota. Eins og áður segir vísar Þórdís Kolbrún í tilkynningu sinni til langrar búsetu sinnar í Kópavogi sem helstu ástæðunnar fyrir því að hún hefur ákveðið að færa sig yfir í Suðvesturkjördæmi.

Orðið á götunni: Framboð Þórdísar Kolbrúnar í Kraganum löngu ákveðið – hluti af stærra plotti

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“