fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Segir Sjálfstæðisflokkinn verða sterkari í kosningunum – óvíst hvernig Samfylkingu og Miðflokki haldist á öllu fylginu

Eyjan
Mánudaginn 14. október 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á einni viku breyttist hið pólitíska landslag úr því að Vinstri græn væru með kverkatak á Sjálfstæðisflokknum og gætu hert að vild fram til kosninga sem fara skyldu fram í apríl á næsta ári yfir í að Bjarni Benediktsson hefur rifið sinn flokk lausan úr því taki og virðist hafa keyrt Vinstri græn upp að vegg og óvíst er með öllu um framtíð þess flokks.

Í nýjum Dagfarapistli á Hringbraut fer Ólafur Arnarson lauslega yfir stöðuna í pólitíkinni og horfir fram til kosninga. Hann segir stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna viðlíka vonlaust og að reyna að blanda saman bensíni og vatni. Almennt sé það fagnaðarefni að nú hafi raunin orðið sú að í stað þess að líf ríkisstjórnarinnar yrði stytt um hálft ár eins og Svandís Svavarsdóttir, nýr formaður VG, hótaði samstarfsflokkunum um síðustu helgi muni það nú styttast um heilt ár.

Ólafur segir óvissu í pólitíkinni mikla núna. Flokkarnir séu misvel tilbúnir í kosningabaráttu. Sumir, og Miðflokkurinn, Viðreisn og Vinstri græn hafi nýlokið við stóra fundi sem reyndar hafi mistekist hjá síðastnefnda flokknum vegna vanhugsaðra yfirlýsinga. Ólíklegt sé að af prófkjörum verði í neinum mæli. Flestir flokkanna standi tæpt fjárhagslega og fjárfrek kosningabarátta verði þeim þung í skauti. Undantekningin frá reglunni sé Sjálfstæðisflokkurinn sem eigi digra sjóði eftir sölu á byggingarrétti við Valhöll sem núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur veitti þeim. Flokkurinn liggi á hálfum milljarði.

Ólafur telur að Sjálfstæðisflokkurinn muni koma betur út úr kosningum en skoðanakannanir gefa nú til kynna og reiknar með að flokkurinn verði um eða yfir 20 prósent flokkur í kosningunum. Framsókn horfi fram á að tapa öllum þingmönnum sínum á höfuðborgarsvæðinu og gæti fengið einungis fjóra þingmenn. Þá telur Ólafur stöðu VG afleita eftir afleiki Svandísar Svavarsdóttur í upphafi formannsferils síns og óvíst að flokkurinn nái inn þingmönnum.

Stjórnarandstöðuflokkarnir mælast sumir vel í könnunum núna. Samfylkingin og Miðflokkurinn með 26 og 19 prósenta fylgi. Þeir munu þurfa að halda vel á spöðunum til að verja þetta mikla meinta fylgi. Ekki er víst að það takist þegar til kosninga kemur. En þeir munu berjast eins og aðrir í stjórnarandstöðunni.

Ólafur telur að það muni kæta mjög andstæðinga Sjálfstæðisflokksins að vegna þess að ekki verður hægt að efna til prófkjara stefnir í að áfram verði í fremstu röð á framboðslistum flokksins „fólk á borð við Birgi Ármannsson, Hildi Sverrisdóttur, Jón Gunnarsson, Bryndísi Haraldsdóttur, Óla Björn Kárason, Teit Björn Einarsson, Njál Friðbertsson, Vilhjálm Árnason og Ásmund Friðriksson.“ Hann á ekki heldur von á mikilli endurnýjun hjá Framsókn og VG.

„Samfylkingin og Miðflokkurinn eru í þeirri stöðu að gert er ráð fyrir stórsigri þeirra. Því er mikil ásókn fólks í að komast í „örugg“ sæti hjá þeim flokkum. Talið er að þeir eigi mikla möguleika á að velja sér mjög öfluga frambjóðenda á listana og það gæti haft mikil áhrif. Þó gæti hinn skammi fyrirvari kosninganna sett strik í reikninginn við val á góðum frambjóðendum.

Hjá Viðreisn er stóra spurningin hvernig Jóni Gnarr verður komið fyrir í framboði en hann er talinn vera mikill fengur fyrir flokkinn. Einnig hefur Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, verið orðuð við forystusæti flokksins i Suðurkjördæmi sem yrði mjög sterkt fyrir Viðreisn. Alla vega hlýtur flokkurinn að skipta þar um forystu. Óljóst er hvernig aðrir stjórnarandstöðuflokkar muni ráða ráðum sínum.“

Ólafur segir það ekki í hendi að góð fjárráð muni tryggja Sjálfstæðisflokknum góða kosningu. Hann bendir á að ekki dugði það Katrínu Jakobsdóttur í forsetakosningunum í vor að vera með dýrustu kosningabaráttuna og flottar auglýsingar framleiddar af einni fínustu auglýsingastofu landsins. Þrátt fyrir mikið auglýsingaflóð, ekki síst í Morgunblaðinu og í sjónvarpi, hafi Halla Tómasdóttir unnið yfirburðasigur, en hún hafi staðið fyrir hóflegri kosningabaráttu.

„Morgunblaðið barðist með kjafti og klóm fyrir kosningu Katrínar en tapaði. Það að hafa eina dagblað landsins með sér dugði ekki. Mun það duga núna? Varla, reynslan af baráttunni í nýafstöðnum forsetakosningum sýnir að kosningar vinnast í sjónvarpi, útvarpi, á netmiðlum og á samfélagsmiðlum.“

Hann segir málefnabaráttuna munu skipta miklu máli en Sjálfstæðisflokkurinn sé í þeirri stöðu að ríkisfjármálin séu í ólestri og halli hafi verið á ríkissjóði öll árin sem Bjarni Benediktsson var fjármálaráðherra. Lítið fari nú fyrir gamla slagorði ungra sjálfstæðismanna „Báknið burt“. Nú þenjist ríkisbáknið út hjá sjálfstæðismönnum og er ekki slagorðið bara „Báknið kjurt“?

Þá býst Ólafur við því að Bjarni og kjósendur verði samviskusamlega minntir á það hversu illa Bjarni endist í embætti forsætisráðherra.

„Loks er að nefna að beðið er eftir nýju innantómu slagorði Framsóknar. Síðast var það „Er ekki best að kjósa Framsókn“, sem lýsti mikilli uppgjöf. Hvað nú?

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar fór með samgöngumál í þessari vinstri stjórn í meira en 6 ár og nú er vegakerfi landsins í ólestri og hættulegt. Blasir ekki við að slagorð Framsóknar að þessu sinni verði HOLAN Í VEGINUM?“

Dagfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“