fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Eyjan

Árni Oddur þreifar fyrir sér með að stofna milljarðasjóð

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 7. janúar 2024 12:00

Árni Oddur Þórðarson. Mynd-/Marel

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Oddur Þórðarson, fyrrverandi forstjóri Marels, þreifar nú fyrir sér með að stofna fjárfestingarsjóð upp á fjóra milljarða króna.

Að undanförnu hefur hann verið í sambandi við ýmsa fjárfesta og kynnt fyrir þeim hugmynd um slíkan sjóð sem hann yrði sjálfur í forsvari fyrir enda með áratuga reynslu af fjárfestingum og margvíslegum viðskiptum. Árni Oddur mun hafa lagt áherslu á að ræða við einkafjárfesta en ekki svonefnda stofnanafjárfesta, þ.e. lífeyrissjóði og sjóði innan banka og fjárfestingarfyrirtækja.

Ekki hefur enn þá komið fram opinberlega hvernig ágreiningi Árna Odds og Arion-banka lauk en bankinn gerði kröfur á hendur honum varðandi uppgjör á skuldum með veði í hlutabréfum hans í Eyri sem er stærsti hluthafinn í Marel. Fram kom að ágreiningur var milli Árna Odds og bankans en ekki er vitað um úrslit málsins.

Takist Árna Oddi að safna fjórum milljörðum í slíkan fjárfestingarsjóð yrði hann öflugur. Ekki þyrfti að koma á óvart þó slíkur sjóður gerði sig gildandi í Marel með hlutabréfakaupum á verði sem flestir sérfræðingar telja að sé nú talsvert undir eðlilegu raunvirði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross