fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Bjarni ósáttur á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar – „Veltast upp úr löngu liðnum hlutum“

Eyjan
Miðvikudaginn 31. janúar 2024 15:53

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. Tilefnið var yfirferð á áliti umboðsmanns Alþingis um Íslandsbankasöluna. RÚV greinir frá.

Í áliti sínu frá því síðasta haust komst umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að Bjarna hafi skort hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um Íslandsbankasöluna. Þessi niðurstaða leiddi til þess að Bjarni sagði af sér sem fjármálaráðherra og flutti yfir í utanríkisráðuneytið.

RÚV greinir frá því að Bjarni hafi verið ósáttur við fundinn og spurningar sumra þingmanna. Hann sagði: „Hvers konar fundur er að eiga sér hér stað? Mér heyrist að hér sé í uppsiglingu einhvers konar pólitískur fundur sem á að nýtast til þess að veltast upp úr löngu liðnum hlutum sem ég hef nú þegar axlað ábyrgð á.“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, svaraði þá: „Þetta er þingnefnd. Við erum í pólitík.“

Þórhildur tjáir RÚV að engin gagnleg svör hafi komið fram á fundinum:

„Ég fékk engin efnisleg svör. Ég fékk aðallega enn einn skollaleikinn og núna er þingið aftur orðið sökudólgurinn. Ráðherra axlar í raun enga ábyrgð.“

Bjarni segir fundinn hafa verið sérkennilegan, sem og tilefni hans:

„Þetta var hálfsérstakt allt saman, að nefndin vilji kalla hingað fyrrverandi ráðherra eftir að hafa ekki einu sinni fengið umboðsmann Alþingis á sinn fund til að fara yfir hans álit og reifa þessi helstu sjónarmið sem eru að takast á áður en menn leiða fram einhverja lögfræðilega niðurstöðu um flókin álitamál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“