fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Eyjan

Nágrannar J.D. Vance fúlir út í hann

Eyjan
Mánudaginn 26. ágúst 2024 17:30

J.D. Vance varaforsetaefni Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nágrannar J.D. Vance, varaforsetaefnis Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fram fara í nóvember, eru sagðir óánægðir vegna öryggisráðstafanna sem gerðar hafa verið í nágrenni heimilis hans. Felast þær einkum í því að vinsælum almenningsgarði hefur verið lokað.

J.D. Vance er öldungardeildarþingmaður fyrir heimaríki sitt Ohio en heldur eins og margir sitjandi þingmenn á Bandaríkjaþingi heimili í nágrenni höfuðborgar landsins, Washington D.C. Býr hann ásamt fjölskyldu sinni í borginni Alexandria í Virginíu-ríki en í nágrenni heimilsins er almenningsgarður, sem íbúar í nágrenninu hafa mikið nýtt sér, sem var lokað í gær og það átti einnig við um næstu húsaröð við garðinn en um hana mega aðeins íbúar í viðkomandi húsum fara.

Borgaryfirvöld lokuðu garðinum að beiðni Öryggisþjónustunnar (e. Secret Service) sem hefur það hlutverk að gæta öryggis meðal annars forseta og varaforseta Bandaríkjanna sem og öryggis þeirra sem bjóða sig fram til þessara embætta.

Íhaldsmaður umkringdur frjálslyndi

Lokun garðsins hefur valdið mikilli ónægju meðal íbúa í nágrenninu og víðar í borginni. Á samfélagsmiðlum hafa birst ummæli þar sem meðal annars Vance er hvattur til að flytja eitthvert annað fyrst að garðurinn feli í sér svona mikla hættu fyrir hann. Sagði sami aðili að sannur repúblikani, sem er sá stjórnmálaflokkur sem Vance og Trump tilheyra, myndi aldrei samþykkja að yfirvöld tröðkuðu með þessum hætti á réttindum annarra.

Annar aðili sem tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum sagði garðinn tilheyra íbúum Alexandria og að íbúar ættu að geta haft óskertan aðgang að honum sama hver búi í næsta nágrenni.

Einn sem tjáir sig um málið kemur Vance til varnar og segir að íbúar borgarinnar eigi að vera stoltir af því að einn af þeim sé að bjóða sig fram til embættis varaforseta.

Bent hefur verið á að garðurinn er nefndur eftir konu að nafni Judy Love sem var frjálslyndur demókrati og beitti sér í þágu málefna sem hinn íhaldssami Vance er í algjörri andstöðu við. Einn aðili sem tjáir sig um málið segir undarlegt að stjórnmálamaður eins og Vance hafi flutt í hverfi sem sé fullt af fóki sem sé mun hrifnara af frjálslyndi en hann.

Það var The Daily Beast sem greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi – missir Viðreisn fram úr sér

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi – missir Viðreisn fram úr sér
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun