fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Vilhjálmi brugðið út af tregðu til gjaldskrárlækkanna – „Ég trúi ekki að sveitarstjórnir sumra sveitafélaga ætli og vogi sér að svíkja launafólk með því að standa ekki við gefin loforð“

Eyjan
Fimmtudaginn 15. ágúst 2024 09:20

Vilhjálmur Birgisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, skorar á sveitastjórnamenn vítt og breitt um landið að standa við gefnar viljayfirlýsingar í aðdraganda síðustu kjarasamninga og hækka ekki gjaldskrár fyrir árið 2024 umfram 3,5% og endurskoða þau tilvik þar sem hækkanir hafa farið umfram það. Átti sérstaklega að horfa til til gjaldskráa er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu og skyldi einnig stilla gjaldskrárhækkunum í hóf eins og nokkur kostur er á samningstímanum.

„Skýrara verður það ekki og ég trúi ekki að sveitarstjórnir sumra sveitafélaga ætli og vogi sér að svíkja launafólk með því að standa ekki við gefin loforð,“ segir Vilhjálmur í færslu á Facebook-síðu sinni en tilefnið er frétt DV af ólgu vegna gjaldskráa á Akureyri. Gjaldskrár bæjarfélagsins voru hækkaðar um 7,5-9% um áramótin en hafa ekki lækkað eins og viljayfirlýsingar kváðu um. Sögðu viðmælendur að hætti væri á að samningar myndu hreinlega losna ef ekki yrði staðið við gefin loforð.

Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs Akureyrbæjar, sagði hins vegar að málið væri í vinnslu og benti á að önnur stór bæjarfélög, eins og Mosfellsbær, Kópavogur og Garðabær, drægju einnig lappirnar varðandi lækkanir.

Vilhjálmur segist hafa brugðið við að lesa þessar útskýringar Heimis.

„Ég neita að trúa að sveitastjórnarfólk þar sem ekki hefur verið lækkaðar gjaldskrár séu óheiðarlegt fólk sem ekki sé treystandi en það mun koma í ljós á næstu vikum.
Ég vil minna að kjarasamningurinn gekk út á að semja til langstíma með hófstilltum hætti til ná niður verðbólgunni og skapa skilyrði fyrir vaxtalækkun. Þessi leið sparar sveitarfélögunum marga milljarða í launakostnað og því lágmark að sveitarfélögin standi við sín loforð. Annað er þeim sveitarfélögum til ævarandi skammar og minnkunar og ljóst að slík svik mun verkalýðshreyfingin ekki getað látið aðgerðalaus gagnvart þeim sveitarfélögum sem standa ekki við umrædda yfirlýsingu.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn