fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Jón Sigurður skrifar – Uns engin er eftir nema bankinn og asninn

Eyjan
Laugardaginn 10. ágúst 2024 17:30

Jón Sigurður Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er ég ekki hagfræðingur, í hæsta máta hagyrðingur, svo kannski ætti ég ekki að hafa hátt um þessa hluti sem ég ætla þó að gera að umtalsefni. En þannig er mál með vexti að það dylst engum sem dvelur um lengri eða skemmri tíma heima á Íslandi að mikill fjöldi fólks hefur á herðum sér mikinn skuldaklafa sem að öllu óbreyttu mun ríða þeim á slig.

Hvorki óreiðufólk né draumórafólk

Þarna er ekki um að ræða óreiðufólk sem segir „lífið er dýrt og dauðinn þess borgun, drekkum í dag og iðrumst á morgun,“ né draumórafólk sem slær lán fyrir lúxus með veð í norðurljósunum heldur harðduglegt fólk sem vill koma sér þaki yfir höfuðið eða einfaldlega sjá sér og fjölskyldu sinni farborða.

Ekki fékk ég betur séð í heimsókn minni í júlí en það sé úr hinum ýmsu stéttum. Eitt á það þó sameiginlegt, það væri allt á grænni grein hefði það hagað sínum málum með sama hætti en á tímum þegar skilmálar voru skynsamlegri eða á stað þar sem aðstæður væru sanngjarnar. Ekki kann ég hagfræðiheitið á þessari klemmu en skáldin myndu segja að það væri vitlaust gefið og það vill engin taka þátt í leik þar sem slíkt viðgengst.

Ekki myndi Djokovits keppa á móti þar sem völlur andstæðingsins væri helmingi minni og aldrei tók Kevin Keegan það í mál að keppa á velli þar sem mark Manchester United var minna. (Líklega kom það heldur aldrei til tals en hvað með það).

Uppskrift að martröð

Vinnandi fólk hefur heldur engan áhuga á svona apaspili. Ef þú ert sérlega hæfur og starfskraftar þínir eftirsóttir getur þú hinsvegar farið annað og keppt þar sem vítapunktur beggja er ellefu metrum frá marklínu. Þetta fólk er sárt að missa. Ekki er þar með sagt að ekki verði hæft fólk eftir á eyjunni okkar fögru en það verður það ekki lengi við ójafnar aðstæður. Einir vinna yfir sig og brenna upp einsog kerti meðan aðrir missa alla trú á leiknum, og slíkir leikmenn eru aldrei vænlegir til árangurs. Afraksturinn er því partí þar sem ráðþrota stjórnmálamenn eiga að sjá um fjörið. Það er að segja, martröð.  

Þessu vandamáli má hæglega viðhalda til eilífðarnóns með prósentubulli og tölfræðilegum tittlingaskít sem engin skilur nema kannski þeir sem minnstan áhuga hafa á lausninni. Í rauninni hefur hún ekkert með hagfræði að gera enda segja slík fræði aðeins til um stöðuna og hún er fjórtán tvö, bankanum í vil. Meira að segja mestu fífl vita það.

Allir farnir nema bankarnir og asnarnir

Úrlausnin fellst hinsvegar í nýjum leikreglum þar sem duglegt, djarft og hæfileikaríkt fólk hagnast fremur en útsmogið peningafólk. En áður en einhver reynir að finna úr þessu eigum við eftir að heyra óheyrilega mikið af tölfræðilegu tuði um tær á sólarströnd, rifrildi um kynjakvóta og slakt gengi KR, deilur um Tesluna hennar Höllu, já og reyndar allan andskotann uns allir verða farnir nema bankarnir og asnarnir. En þá næst líka full samstaða um að halda öllu í horfinu.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk