fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Gerir stólpagrín að Dóru Björt – ,,Listgrein að geta blaðrað endalaust“

Eyjan
Þriðjudaginn 23. júlí 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson samfélagsrýnir hæðist að Dóru Björt Guðjónsdóttur, formanni umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og segir hana aðeins kunna þrjú orð.

,,Oft getur verið snúið fyrir borgarstjórann og meirihlutann í borginni að svara fyrir verk sín og verkleysið. Það vefst þó ekki fyrir formanni umhverfis-og skipulagsráðs borgarinnar. Hún hefur lært þrjú orð, sem eru falsfréttir, upplýsingaóreiða og misskilningur, og notar þau sitt á hvað þegar allt er í óefni og lítið um svör,“ 

segir Brynjar.

Rifjar hann upp snjómokstur, tré í Öskjuhlíð og lóðaúthlutun. 

,,Það var misskilningur að eitthvað væri ábótavant í snjómokstri borgarinnar. Það bara snjóaði meiri en við mátti búast. Sennilega er það misskilningur hjá Ísavía að trén í Öskjuhlíðinni séu of há fyrir blindflug og uplýsingaóreiða að borgin þurfi að fara að loftferðalögum. Upplýsingaóreiða hjá Samtökum iðnaðarins að borgin stæði sig ekki í lóðaúthlutun og uppbyggingu íbúðahúsnæðis. Mátti skilja formanninn að hvergi væri meiri uppbygging þótt nánast engin íbúð væri tilbúin. Gagnrýni á gjafagjörning Reykjavíkurborgar til RÚV og olíufélaganna var blanda af falsfréttum, upplýsingaóreiðu og misskilningi.

Það er listgrein að geta blaðrað endalaust og skilja borgarbúa eftir engu nær um í hverju falsfréttirnar, upplysingaóreiðan og misskilningurinn felast. Mætti halda að formaður umhverfis-og skipulagsráðs borgarinnar væri Pírati.“ 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk