fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Eyjan
Þriðjudaginn 16. júlí 2024 16:30

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur undanfarið staðið í ritdeilum við þingmenn Miðflokksins út af nýstofnaðri Mannréttindastofnun. Hún sá sig nauðbeygða til að skrifa „enn eina greinina“ um málið í Morgunblaðið í dag til að leiðrétta „síendurteknar rangfærslur“ Miðflokksmanna. Að þessu sinni er tilefni skrifanna grein sem Bergþór Ólason skrifaði um helgina.

„Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina um Mann­rétt­inda­stofn­un en sí­end­ur­tekn­ar rang­færsl­ur Miðflokks­manna í af­neit­un gagn­vart fyrri at­kvæðagreiðslu sinni í mál­inu gera mér nauðugan einn þann kost­inn.“

Bergþór furðaði sig í grein sinni á því að Sjálfstæðisflokkur, sem lengi hafi talað fyrir minna bákni og aðgát í ríkisfjármálum, sé að verja Mannréttindastofnunina með kjafti og klóm. Lét Bergþór að því liggja að Sjálfstæðisflokkur hafi „bognað undan þrýstingi“ Vinstri Grænna í málinu og því stofnað þessa nýju ríkisstofnun sem engin þörf sé á. Sjálfstæðisflokkur réttlæti stofnuna með vísan til skuldbindinga Íslands vegna samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Telur Bergþór að Hildur hafi ekki lesið þann samning nægilega vel, í það minnsta ekki á frummálinu en íslensk þýðing samningsins hafi sætt mikilli gagnrýni. Bergþór vísar í enska útgáfu samningsins og segir þar ekki nokkra kröfu gerða um Mannréttindastofnun.

Hildur segir að vissulega eigi að styðjast við enska texta samningsins þegar hann er túlkaður. Bergþór sé þó að vísa í ákvæði og sleppi þar síðustu orðum tilvitnaðs ákvæðis. Þar komi einmitt fram þessi krafa.

„Enski text­inn er vissu­lega sá rétti við túlk­un samn­ings­ins. Það vill bara svo óheppi­lega til fyr­ir Bergþór að orðin eru fleiri en birt­ust í til­vitn­un hans. Síðustu 53 orð enska ákvæðis­ins, sem Bergþór sér ekki ástæðu til að vitna til, kveða ein­mitt á um það sem ég hef neyðst til að halda til haga í umræðunni um þetta mál sem er að eft­ir­litsaðil­inn sem samn­ing­ur­inn mæl­ir fyr­ir um þurfi að starfa í sam­ræmi við alþjóðleg viðmið mann­rétt­inda­stofn­ana. Þau viðmið liggja svo skýr fyr­ir og ég hef áður rakið og kveða á um að stofn­un­in sé sjálf­stæð og sett á fót með á lög­um. Þar ligg­ur hinn rétti orðafjöldi og er og hef­ur verið kjarni máls­ins hvort sem Miðflokks­mönn­um lík­ar bet­ur eða verr.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun