fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Er landbúnaður atvinnugrein eða lífsstíll?

Eyjan
Þriðjudaginn 11. júní 2024 10:00

mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að sauðfjárbændur verði brátt að fara að gera upp hug sinn um það hvort líta eigi á sauðfjárbúskap sem atvinnugrein eða lífsstíl.

Mörg dæmi eru þess að bjáti eitthvað á í landbúnaði  snúa Bændasamtökin og bændur sér rakleiðis til ríkisvaldsins og krefjast aukinna styrkja úr ríkissjóði. Í gildi er langtímasamkomulag milli ríkisins og bænda um framleiðslustyrki í landbúnaði sem hugsaðir eru og rökstuddir til margra ára.

Það gengur hins vegar ekki að atvinnugreinin landbúnaður hrópi sífellt á aðstoð ríkisins ef eitthvað bjátar á. Þekkt er umræða um að ríkið verði að koma til bjargar hækki heimsmarkaðsverð á áburði eða fóðurbæti, gengisþróun sé óhagstæð, vextir hærri en í öllum nágrannalöndunum, að ekki sé talað um ef olíuverð á heimsmarkaði hækkar. Þá skal ríkið koma til skjalanna og bæta bændum upp mismun vegna óhagstæðrar þróunar.

Aðrar atvinnugreinar gera ekki kröfur af þessu tagi á hendur ríkissjóði. Hækkað olíuverð á heimsmarkaði kemur afar illa við allan sjávarútveg, flugrekstur, fragtflutninga og margvíslegan iðnað. Þessar atvinnugreinar verða sjálfar að takast á við vandann en í landbúnaði þykir við hæfi að ætlast til þess að ríkissjóður hlaupi undir bagga.

Orðið á götunni er að þótt sjávarútvegur njóti ýmissa forréttinda hér á landi, m.a. nær ókeypis aðgangs að dýrmætri þjóðarauðlind og þess lúxus að geta sagt sig úr lögum við óbærilegt vaxtaumhverfi íslensku krónunnar, geti greinin ekki sent ríkissjóði reikning ef illa fiskastvegna ógæfta, loðnubrests eða lækkandi heimsmarkaðsverðs á sjávarfangi. Iðnaður, verslun og þjónusta geta ekki sent ríkissjóði reikning ef verkföll valda umtalsverðu tekjutjóni. Sama verður að gilda um landbúnaðarframleiðslu.

Þetta er rifjað upp núna vegna þess að í síðustu viku gerði nokkurra daga kuldahret á norðaustur-og austurlandi þannig að bændur urðu að taka sauðfé á hús og horfa upp á snjóþekju þótt kominn væri júnímánuður. Þetta er vitanlega ekki skemmtilegt. En öllum sem búa á Íslandi, ekki síst bændum, er fullkomlega ljóst að við göngum ekki að neinu vísu varðandi veðurfar í landi okkar. Fáeinum dögum síðar er sumarið komið aftur og flestir ættu að geta tekið gleði sína.

Ekki hafði kuldahretið staðið nema part úr viku þegar Bændasamtök Íslands höfðu sett upp aðgerðarhóp með sínum fulltrúum og fólki frá ríkisvaldinu „til að ná utan um þann vanda“ sem hretið hafði haft í för með sér, gagngert til að geta mótað óskir og kröfur á hendur ríkisvaldinu um hve miklar bætur ætti að fara fram á. Formaður Bændasamtaka Íslands komst í viðtöl við sjónvarps- og útvarpsstöðvar til að lýsa afleiðingum þessa nokkurra daga kuldakasts á atvinnugreinina. Hann talaði um hamfarir.

Hér er rétt að staldra við. Þegar hamfarir verða í landinu mæta sameiginlegir sjóðir landsmanna þeim sem hafa orðið fyrir tjóni. Þá er verið að tala um eldgos í byggð, jarðskjálfta sem eyðileggja mannvirki, snjóflóð eða aurflóð. Nokkurra daga kuldakast með snjókomu getur hins vegar engan veginn flokkast undir hamfarir á Íslandi. Því er það með ólíkindum að nokkrum manni detti í hug að ríkið verði krafið bóta vegna óveðurs í nokkra daga. Atvinnugreinin landbúnaður verður að gera ráð fyrir sveiflum rétt eins og allar aðrar atvinnugreinar. Sveiflum í veðri, verði framleiðslunnar og kostnaði við reksturinn. Atvinnugrein sem gerir ekki ráð fyrir sveiflum er ekki alvöru atvinnugrein.

Orðið á götunni er að með þessu áframhaldi verði hætt að líta á íslenskan landbúnað sem atvinnugrein – heldur einungis lífsstíl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi