fbpx
Föstudagur 26.september 2025
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Tapað – fundið … í naflanum

Svarthöfði
Þriðjudaginn 4. júní 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði las fréttir af færslu nýráðins starfsmanns þingflokks Vinstri-grænna. Sá kom nýlega til starfa hjá örflokknum eftir að hafa yfirgefið hlýjan faðm Ríkisútvarpsins. Ekki ber á öðru en að starfsmanninum líki ekki nýja vistin enda bendir hann á að fylgi vinnuveitandans sé nær horfið og mælist nú varla ef marka má nýjan Þjóðarpúls Gallups.

Það er auðvitað bagalegt. Ekki síst þegar maður er nýkominn til starfa og þarf á því að halda að ekki sé uppnám í tilvist vinnuveitandans.

Í pistlinum bendir starfsmaðurinn á að allt sé þetta samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn að kenna. Segir þar: „Þessu ríkisstjórnarsamstarfi hafa fylgt alls konar mis-kræsilegar málamiðlanir, varnir og yfirlýsingar vegna hinna og þessa mála. Og þau hafa alveg verið nokkur, málin, síðustu sex ár: Landsréttur, brottvísanir, Ásmundarsalur, dómsmál, þyrluferð, lögregluofbeldi, Samherji, bankasala og svo mætti lengi telja“.

Satt er það hjá starfsmanninum að upptalningin er ekki upplífgandi og notalegt að þurfa ekki að líta í eigin barm Vinstri-grænna – enda spretta þar blóm við hvert fótmál. Nægir að nefna hvalveiðar og orkuöflun landsins í því sambandi.

Í dagblöðum fortíðarinnar var vinsæll dálkur meðal smáauglýsinga sem nefndist „tapað-fundið“. Jafnan var þar auglýst eftir því sem tapast hafði, en ekki því sem hafði fundist.

Kannski væri rétt að endurvekja þann dálk. Hver veit nema tapað fylgi örflokksins finnist þar á ný.

Viðbrögð formanns Vinstri-grænna í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins við hvarfi fylgisins voru að nú þyrfti að fara í naflaskoðun.

Svarthöfði telur að sjaldan finnist í naflanum það sem leitað er að.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
EyjanFastir pennar
24.08.2025

Björn Jón skrifar: Sukkið vestur á Melum

Björn Jón skrifar: Sukkið vestur á Melum
EyjanFastir pennar
24.08.2025

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!