fbpx
Laugardagur 15.júní 2024
Eyjan

Steinunn Ólína vonar að Katrín stöðvi Hannes

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 22. maí 2024 18:30

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands endurtók fyrr í dag í færslu á Facebook-síðu sinni fullyrðingar um að Gunnar Smári Egilsson sósíalistaleiðtogi standi á bak við skrif Steinunnar Ólínar Þorsteinsdóttur forsetaframbjóðanda, meðal annars á Facebook, og sé hinn raunmverulegi höfundur þeirra. Steinunn Ólína vísar þessari fullyrðingu á bug og segist vona að Katrín Jakobsdóttir stöðvi „gjammið“ í Hannesi sem er yfirlýstur stuðningsmaður forsetaframboðs Katrínar.

Hannes hafði áður sakað Gunnar Smára um að skrifa pistil sem Steinunn Ólína skrifaði um „skrímsladeild“ Sjálfstæðisflokksins. Gunnar Smári sagði Hannes karlrembu að halda því fram að Steinunn Ólína væri viljalaust verkfæri í hans höndum.

Hannes Hólmsteinn sakar Gunnar Smára um að vera Steinunn Ólína – „Þú ert svo illa að þér og ólæs“

Hannes lét sér þó greinilega ekki segjast og endurtók fullyrðinguna nú fyrr í dag og merkir Gunnar Smára ( e. tag) í færslunni:

„Gunnar Smári Egilsson skrifar margt og af miklum krafti hér á Facebook, stundum líka undir öðrum nöfnum (Steinunn Ólína), eins og ég hef bent á. Stíll hans er þróttmikill og beinskeyttur. En ég setti inn eina athugasemd á vegg hans um daginn og hef ekki fengið nein svör.“

Aðal markmið færslunnar er þó ekki að bera það aftur upp á Gunnar Smára að nota nafn Steinunnar Ólínu í skrifum sínum heldur að fá hann til að nefna dæmi um fjögur lönd sem hafa innleitt sósíalisma með góðum árangri fyrir land og þjóð.

Þegar þessi orð eru rituð hafa ekki borist svör frá Gunnari Smára.

Hannes beindi þannig færslu sinni beint til Gunnars Smára en Steinunn Ólína hefur svarað henni og segist bera þá von í brjósti að Katrín Jakobsdóttir stöðvi þessa háttsemi stuðningsmanns síns að fullyrða í sífellu að hún skrifi ekki sjálf sína pistla og færslur á samfélagsmiðlum:

„Vesalings ritþjófurinn og ómerkingurinn HH heldur auðvitað að konur séu ekki skrifandi. Ég vorkenni ónefndum frambjóðanda að hafa manninn í hirð sinni. Það eru dálítil mistök og hún mun vonandi stöðva gjammið í honum enda er hún enginn dóni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jódís búin að fá nóg af sumum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins – „Orðið ansi þreytandi“

Jódís búin að fá nóg af sumum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins – „Orðið ansi þreytandi“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hvað segja lögin umdeildu sem Bjarkey segir binda hendur sínar?

Hvað segja lögin umdeildu sem Bjarkey segir binda hendur sínar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Verðmætamatið

Steinunn Ólína skrifar: Verðmætamatið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bjarni vill ræða breytingar á kjördæmaskipan og hærri þröskuld á fjölda meðmælenda forsetaframbjóðenda

Bjarni vill ræða breytingar á kjördæmaskipan og hærri þröskuld á fjölda meðmælenda forsetaframbjóðenda