fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Deilt um lántökur Kópavogsbæjar – „Kópavogsbúar framtíðar eigi að axla ábyrgð á óábyrgum rekstri“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 7. maí 2024 10:30

Kópavogur tekur á sig auknar skuldir. Mynd/Kópavogsbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar minnihlutans í Kópavogsbæ vara við þeim lántökum bæjarins sem meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stendur nú í. Verið sé að varpa óábyrgum rekstri á Kópavogsbúa framtíðarinnar.

Lántökurnar voru ræddar á fundi bæjarráðs á fimmtudag þegar óskað var eftir heimild til skuldabréfaútboðs.

„Vanda þarf undirbúning og umræðu um ný langtímalán og nauðsyn þeirra, sérstaklega á tímum þegar vextir og verðbólga eru í hæstu hæðum. Það á bæði við um form og fjárhæð lána, lánakjörin og hvernig á að ráðstafa láninu,“ létu fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vina Kópavogs bóka á fundinum. „Lántaka upp á 4,3 milljarða króna með sölu skuldabréfa til 31 árs á markaðskjörum felur í sér að Kópavogsbúar framtíðar eigi að axla ábyrgð á óábyrgum rekstri núverandi meirihluta.“

Yfirdráttarheimildin hækkuð verulega

Bentu fulltrúarnir á að yfirdráttarheimild Kópavogsbæjar hafi verið hækkuð um einn milljarð króna á þessu ári. Skammtímaskuldir séu orðnar meira en helmingi hærri en veltufjármunir sem sé varhugavert. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 versnar hlutfallið og verða skammtímaskuldirnar næstum þrefalt hærri en veltufjármunirnir.

„Undangengin ár hefur rekstur bæjarsjóðs ekki skilað afgangi til framkvæmda og greiðslu lána. Hallarekstur er brúaður með því að slá lán á ábyrgð komandi kynslóða,“ segja fulltrúar minnihlutans. „Fyrirhugað skuldabréfaútboð er ekki með neinni hámarksstærð og sú skýring gefin að Kópavogsbær geti þannig aflað sér lánsfjármagns með skömmum fyrirvara. Það staðfestir óábyrga fjármálastjórn, sem undirritaðar geta ekki tekið þátt í.“

Saka minnihlutann um að standa gegn hagræðingu

Í bókun meirihlutaflokkanna segir að fjárhagsstaða Kópavogsbæjar sé sterk og skuldahlutfall undir viðmiðum.

„Veltufé frá rekstri er í kringum fimm milljarða króna en það er svigrúmið sem reksturinn gefur til að standa undir framkvæmdum og afborgunum lána. Vel var vandað til verka við undirbúning skuldabréfaútboðsins og er mikilvægt að ráðast í skuldabréfaútboðið m.t.t fjárstýringar. Nettó skuldir Kópavogsbæjar aukast óverulega jafnvel þó heimildin yrði nýtt að fullu og er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins,“ segir í bókuninni.

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri. Mynd/Kópavogsbær

Þá eru fulltrúar minnihlutans sakaðir um að standa gegn hagræðingaraðgerðum meirihlutans en nýtt hvert tækifæri til að kalla eftir auknum útgjöldum. Fulltrúar minnihlutans taka ekki undir þetta.

„Kópavogsbær var rekinn með 750 milljóna króna tapi á síðasta ári og tveggja milljarða króna tapi árið áður,“ segir í svari þeirra. „Minnihlutinn skorast ekki undan því að taka þátt í hagræðingu í rekstri bæjarins. Frumforsendan er þó sú að hagræðingartillögur séu útfærðar og líklegar til að skila árangri. Því miður er reynslan sú að tillögur meirihlutans í því efni t.d. Í menningarmálum hafa leitt til útgjaldaauka en ekki sparnaðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“