fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgrímur Helgason rithöfundur veltir því fyrir sér hvort það sé og hafi einhvern tíma verið einhver munur á Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum.

„Er einhver munur á VG og XD? Var einhverntíma munur á VG og XD?“ spyr Hallgrímur í færslu á Facebook.

 „Flokkurinn virðist fastur í erindum fyrir sérhagsmunina, hvort sem það eru fiskeldisgoðin, stórútgerðin eða landbúnaðarrisarnir. Þetta er einmitt það sem maður hefur aldrei skilið við VG, sem stendur því miður alltof oft með feita freka frændanum fremur en umhverfi, náttúru, bændum, sjómönnum og neytendum.“

Hallgrímur vandar í lokin Katrínu Jakobsdóttur, fyrrum forsætisráðherra og fyrrum formanni VG, ekki kveðjurnar:

„Nú á að gefa eldisherrum auðlindina, eins og kvótakóngunum á sínum tíma, og ekki er hægt að klípa tonni meira af útgerðaraðlinum til handa strandveiðimönnum landsins. Svo grátlegt grátlegt. Eitt síðasta verk Katrínar í embætti (sem sitjandi matvælaráðherra) var síðan að leyfa lögmanni Kaupfélags Skagfirðinga að nánast endursemja frumvarp til búvörulaga. Ekki beint gott vegarnesti til að fara með inn í forsetakosningar…“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu