fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Eyjan
Laugardaginn 20. apríl 2024 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef alltaf öfundað þá félaga mína sem hafa siglt árekstralaust í gegnum lífið. Sumir fundu réttan maka í menntaskóla, giftust og eignuðust friðsælt og hamingjuríkt líf með sumarbústað og svörtum jeppa. Mitt líf einkenndist af uppákomum, hvatvísi og margs konar skyndiákvörðunum sem ekki voru allar til blessunar. Mér gekk illa að hafa alla góða í kringum mig og lenti ítrekað í hakkavél almannaróms og vefmiðla vegna umdeildra ummæla. Ég hef eytt háum upphæðum í sálfræðihjálp til að geta skilið betur eigin persónuleika og annmarka en ekkert gengur. Mér tekst enn að fá alla netheima upp á móti mér og enginn verður meira hissa en ég sjálfur.

Ég held að þessi karaktereinkenni stafi af bókunum sem ég las í bernsku og á unglingsárunum. Fyrst lá ég í litlu smábarnabókunum um Tralla, Stubb og Dísu ljósálf og litla tréhestinn. Þegar ég varð eldri í Nonnabókunum og bókum Ármanns Kr. um Árna í Hraunkoti. Ég kunni bækurnar um Hjalta litla eftir Stefán Jónsson utan að. Þessar bækur eru sérlega karlmiðaðar og einkennast af fjarveru kvenlegrar mýktar. Nonni og Árni í Hraunkoti vaða áfram í gegnum lífið eins og litlir prinsar. Mæður þeirra tigna þá takmarkalaust. Hjalti litli er hvatvís og þverlundaður. Ævintýrabækur Enid Blyton eru sama markinu brenndar. Þær fjalla um tápmikla stráka og taugaveiklaðar stelpur og kjaftforan páfagauk sem er mun kraftmeiri en stúlkurnar.

Svona lesefni gerir mann ferkantaðan, ósveigjanlegan og takmarkaðan og tilvalinn skotspón í netumræðunni. Kannski verður tölvuleikjakynslóðin eitthvað skárri. En það þýðir ekki að láta deigan síga. „Lífið er allt of stutt til að láta netheima stjórna lífi sínu,“ eins og Gunnar á Hlíðarenda sagði skömmu eftir að hann keypti sér fyrstu tölvuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Megas áttræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Megas áttræður
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn
EyjanFastir pennar
30.03.2025

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“
EyjanFastir pennar
27.03.2025

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna
EyjanFastir pennar
26.03.2025

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?