fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Eyjan

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Eyjan
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Amlín Magnússon hefur verið ráðinn í nýtt hlutverk rekstrarstjóra hjá Stöð 2 þar sem hann verður hluti af stjórnendateymi Stöðvar 2 og heyrir beint undir Evu Georgs Ásudóttur, sjónvarpsstjóra Stöðvar 2.

Sigurður hefur starfað hjá félögum innan Sýnar frá árinu 2006, lengst af fyrir Vodafone en nú síðast sem forstöðumaður á sviði Fjármála og stefnumótunar. Sigurður er reyndur stjórnandi með víðtæka reynslu af fjarskipta og fjölmiðlamarkaði.  Hann er með sterkan bakgrunn í sölu- og markaðsmálum, tekju- og virðisstýringu, áætlanagerð, vörustýringu og stefnumótun.

„Sigurður Amlín er með einstaka þekkingu sem stjórnandi, bæði úr fjarskipta- og fjölmiðlaheiminum, og ég er gríðarlega spennt að fá hann til liðs við frábæran hóp Stöðvar 2. Ég hef trú á því að þekking hans, reynsla og metnaður komi til með að styrkja rekstrareininguna til muna,“ segir Eva Georgs Ásudóttir, Sjónvarpsstjóri Stöðvar 2.

 „Það eru að mínu mati spennandi tímar fram undan hjá Stöð 2. Ég hlakka til þess að takast á við nýtt hlutverk með því frábæra fólki sem vinnur fyrir Stöð 2,“ segir Sigurður Amlín Magnússon.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: SA reyna að slá ryki í augu fólks – skammast sín samt pínulítið

Orðið á götunni: SA reyna að slá ryki í augu fólks – skammast sín samt pínulítið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Lýðræðið snýst ekki bara um leikreglur heldur líka gildi einstaklinganna – popúlisminn er ógn

Þorgerður Katrín: Lýðræðið snýst ekki bara um leikreglur heldur líka gildi einstaklinganna – popúlisminn er ógn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flækjusaga af rugluðu regluverki

Sigmundur Ernir skrifar: Flækjusaga af rugluðu regluverki
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ráðherra afboðar þátttöku á haustfundi SVEIT eftir áskorun Eflingar

Ráðherra afboðar þátttöku á haustfundi SVEIT eftir áskorun Eflingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvernig tæki Kjartan fjármál föstum tökum? Glímuskjálfti einkennir minnihlutann í borginni

Orðið á götunni: Hvernig tæki Kjartan fjármál föstum tökum? Glímuskjálfti einkennir minnihlutann í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að geta bara gert eitt í einu

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að geta bara gert eitt í einu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?