fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Katrín fékk lausnarbeiðni samþykkta en situr áfram sem forsætisráðherra og í forsetaframboði

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 7. apríl 2024 13:55

Katrín Jakobsdóttir Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir á Bessastaði klukkan tvö í dag til að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Katrín tilkynnti um forsetaframboð sitt á föstudag og sagði jafnframt af sér formennsku í Vinstri grænum. Katrín hefur verið í embætti forsætisráðherra síðan í nóvember 2017, eða í sex ár og fjóra mánuði, alls 2318 daga.

Sjá einnig: Katrín býður sig fram til embættis forseta Íslands

Ekki liggur enn fyrir hver mun taka við forsætisráðuneytinu, en formenn stjórnarflokkana, Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna, hafa fundað síðustu daga um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Náist ekki að komast að niðurstöðu áður en Katrín biður Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands lausnar frá embætti eru líkur á að Guðni biðja Katrínu um að sitja áfram áfram sem forsætisráðherra í svokallaðri starfstjórn þar til eftirmaður hennar finnst. Samkvæmt stjórnskipan Íslands má ekki vera forsætisráðherralaust í landinu.

„Maður hefur sínar skyldur. En ég tel nú að þessir flokkar sem hafa myndað meirihluta og eru með stjórnarsáttmála – þau hafa setið við. Þannig ég vænti nú þess að það fáist einhver niðurstaða í það fyrr en síðar,“ sagði Katrín í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Katrín sagðist ekki taka þátt í því samtali. „Ég get sagt það alveg að ég veit í raun og veru ekkert hvert þetta samtal er komið. En ég veit að það hefur staðið yfir alla helgina.“

Bein útsending hefst á RÚV um leið og Katrín kemur að Bessastöðum.

„Hún er bara mjög góð,“ segir Katrín mætt á Bessastaði aðspurð um hvernig tilfinning hennar sé að vera mætt á fund forseta. Og segir formenn stjórnarflokkanna sitja enn á fundi og best sé að spyrja þá frekar um hvernig gangi að finna eftirmann hennar, hún viti ekki stöðu umræðna.

Inga Sæland formaður Flokks fólksins skefur ekki af skoðun sinni í færslu á Facebook þar sem hún segir af og frá að hennar flokkur muni stíga inn í ríkistjórnarsamstarfið.

Klukkan 14.34 flutti Guðni yfirlýsingu þar sem hann segir að hann hafi samþykkt lausnarbeiðni Katrínar, en óskað eftir að hún sæti áfram, sem hún mun gera ásamt sínu ráðuneyti. Guðni segir formenn ríkisstjórnmálaflokkanna hafa tjáð sér að þeir vilji halda stjórnarsamstarfinu áfram og á næstu dögum liggi fyrir hver muni taka við forsætisráðherrastólnum af Katrínu.

Yfirlýsing Guðna í heild:

„Svo hljóðar yfirlýsing mín: Fyrr í dag gekk Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fund minn og baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Ég samþykkti þá lausnarbeiðni en fól forsætisráðherra og ráðuneyti hennar að sitja áfram uns ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í samræmi við stjórnskipun landsins. Formenn þeirra stjórnarflokka sem eiga aðild að því stjórnarsamstarfi hafa tjáð mér að þeir hafi hug á að halda stjórnarsamstarfi áfram undir forystu nýs ráðherra. Þess má vænta að komi í ljós hver það verður.“

„Við skulum bara sjá til,“ segir Guðni aðspurður um hversu langan tíma formenn stjórnarflokkanna fá til að finna eftirmann Katrínar sem forsætisráðherra.

Segist hann ekkert sjá athugavert við núverandi stöðu þó hún sé óvenjuleg og segir ekkert í stjórnskipun landsins banna þá stöðu sem nú er.

„Óheppilegt? Ef það þætti afskaplega óheppilegt þá væru settar einhverjar skorður af því tagi í stjórnskipun. Þar eru ákveðin ákvæði um kjörgengi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember