fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Svanhildur Konráðsdóttir: Nú vilja allir koma fram í Hörpu

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 6. apríl 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harpa hefur getið sér slíkt orð fyrir hljómburð á heimsmælikvarða að allar bestu hljómsveitir heims og tónlistarflytjendur vilja koma hingað og halda tónleika í Hörpu. Tónlistarheimurinn er lítill og orðsporið skiptir öllu máli. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir ekki hægt að þakka það nógsamlega hve mikil fyrirhyggja og ástríða var lögð í að Harpa væri frábærlega vel úr garði gerð alveg frá upphafi. Svanhildur er gestur Ólafs Arnarsonar í Markaðnum á Eyjunni.

Markadurinn - Svanhildur Konradsdottir - 2.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Svanhildur Konradsdottir - 2.mp4

„Maður getur ekki nógsamlega þakkað þeim sem höfðu þessa fyrirhyggju og þessa ástríðu fyrir því að tryggja það að hér væri hljómburðurinn af heimsklassa, fyrsta flokks. Það gerðist mjög snemma í þessu ferli að það valdist sem ráðgjafarfyrirtæki og samstarfsaðili félagið sem þá hét Austurhöfn, ríki og borg komu saman og voru að undirbúa þetta verkefni, verið var að skilgreina hvers konar skilmála viljum við setja þegar þetta verður allt saman boðið út, eins og var gert, á Evrópska efnahagssvæðinu – að við viljum hafa hér fyrst flokks arkitektúr og við viljum að þetta hús verði tákn í borginni, við viljum búa til nýtt svona akkeri í miðborginni. Þetta á að vera heimili Sinfóníuhljómsveitarinnar en þetta á samt að vera mjög fjölbreytt og mikið fjölnotahús,“ segir Svanhildur.

Hún segir að strax frá upphafi hafi Hörpu verið ætlað að vera ráðstefnuhöll til að styrkja Reykjavík sem alþjóðlega ráðstefnuborg. „Og það sem var algerlega grundvallaratriði sem var skrifað algerlega út í hörgul, það voru kröfurnar um hljómburðinn og öll þau gæði sem hanga á þeirri spýtu. Það eru svo ofboðslega margar ákvarðanir og margt sem hangir á þeirri spýtu svo að það geti gengið upp.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Svanhildur segir að til að ná jafn frábærum hljómburði og er í Hörpu þurfi samspil, eðlisfræði, listar og galdurs. Harpa er aðili að samtökum evrópska tónlistarhúsa, sem nefnast ECHO. Á stjórnarfundum þar er iðulega mikið rætt einmitt um hljómburð og sali og þess háttar. „Orðsporið er svo gríðarlega dýrmætt, eins og við vitum, og fyrir svona hús þá skiptir það öllu máli, hingað koma, og hafa gert allt frá byrjun, stórkostlegar hljómsveitir eins og Berlínarfílharmónían og fleiri og fleiri sem komu hér og upplifðu það að spila í Hörpu. Það kom öllum algerlega á óvart hvað þetta var stórfenglegt og svo spyrst þetta út og þá einhvern veginn fór boltinn að rúlla. Þetta er mjög lítill heimur og núna er það þannig að það vilja allir koma hingað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
Eyjan
Fyrir 5 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Hide picture