fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Björn Leví hrósar Katrínu og segir hana sýna hugrekki

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 5. apríl 2024 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur að stíga úr stóli úr forsætisráðherra og bjóða sig fram til embættis forseta Íslands hefur vakið misjafnar undirtektir í dag. Pólitískir samherjar hennar segja hana góðan kandídat í embættið en sumir pólitískir andstæðingar hennar hana hafa gefist upp á því að leiða ríkisstjórnina við vaxandi óvinsældir og telja heppilegast að boða sem fyrst til alþingiskosninga. Einn þeirra, Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, gengur þó ekki svo langt. Hann hrósar Katrínu og segir hana sýna ákveðið hugrekki með framboði sínu.

Björn Leví ritaði fyrr í dag færslu á Facebook-síðu sína í tilefni af ákvörðun Katrínar. Í upphafi færslunnar gat hann þó ekki stillt sig og hnýtti aðeins í Katrínu:

„Jæja. Best að óska forsætisráðherra til hamingju með ákvörðun sína að reyna að vinna að framgangi mikilvægra mála í embætti forseta – mála sem ríkisstjórn ber einmitt ábyrgð á að koma í verk.“

Björn Leví þakkar þó Katrínu samstarfið á þingi og segist rita þessi kveðjuorð sín með ákveðnum trega:

„Til hamingju með ákvörðunina Katrín Jakobsdóttir. Ég þakka þér fyrir samstarfið á þingi frá því að við unnum þar fyrst saman árið 2016. Ég verð að segja að ég skil þessa ákvörðun hjá þér mjög vel og ég vona að þér takist ætlunarverk þitt í þessum mikilvægu málum.“

„Auðvitað rita ég þessi orð með ákveðnum trega því ástandið er mjög súrrealískt og ég veit að þú hefur gert hvað þú getur, af heilum og heiðarlegum hug, til þess að gera vel. Lífið er bara þannig að hversu mikið sem maður reynir, þá fer ekki endilega allt á þann veg sem maður helst vildi. Það er þannig með málamiðlanirnar víst.“

Þurfi bara að gera málamiðlanir gagnvart þjóðinni

Björn segist viss um að Katrín muni sinna embætti forseta afar vel þar sem hún losni við að gera sífelldar málamiðlanir gagnvart ráðherrum og þingmönnum en hún sýni hugrekki með þessari ákvörðun sinni:

„Ég held að þú munir sinna embætti forseta einstaklega vel, þar sem þú þarft einmitt ekki að sinna neinum málamiðlunum nema gagnvart þjóðinni. Á sama tíma þá held ég að niðurstaðan sé alls ekki gefin. Það þurfti því ákveðið hugrekki til þess að stíga fram í þennan slag og fyrir það má hrósa. Það er alls ekkert sjálfsagt við þessa ákvörðun.“

Björn hefur oft viðhaft hvassa gagnrýni á störf Katrínar og ríkisstjórnar hennar en hann ítrekar að öll gagnrýni af hans hálfu sé sett fram af góðum hug:

„Ég veit að ég hef verið gagnrýninn. Það er bara ég. Ég geri það hins vegar alltaf, eins og þú, af heilum og heiðarlegum hug, móttækilegur fyrir gagnrýni á sjálfan mig eins og ég veit að þú ert líka. Þess vegna finnst mér þau auðvitað nauðsynlegt að byrja þessa hamingjuósk með ákveðinni gagnrýni. Ég vona að þú kunnir að virða það við mig, því ég meina hvort tveggja af góðum hug.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast