fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Katrín lætur í sér heyra vegna yfirvofandi forsetaframboðs

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 3. apríl 2024 12:30

Katrín Jakobsdóttir. Mynd: Anton Brink.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi við RÚV og svaraði spurningum um hvort hún hyggðist bjóða sig fram í komandi forsetakosningum. Hún segist vera að íhuga það alvarlega að bjóða sig fram og muni taka ákvörðun og tilkynna um hana á allra næstu dögum.

Katrín segir við RÚV að undanfarna daga hafi hún fyrst farið að íhuga framboð af einhverri alvöru, einna helst vegna hvatningar frá mörgu fólki víða um land.

Hún hafi upplýst formenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, samstarfsflokka flokks hennar, Vinstri Grænna, í ríkisstjórninni um að hún sé að íhuga það að bjóða sig fram. Katrín gefur lítið upp um þessi samtöl en þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur verið boðaður til fundar til að ræða viðbrögð við hugsanlegu forsetaframboði hennar og formaður flokksins Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra verður ekki viðstaddur afmælisfund utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, sem nú stendur yfir í Brussel, eins og áður hafði verið tilkynnt. Ekki hefur verið gefið upp hvort fjarvera hans tengist framboðshugleiðingum Katrínar.

Þingflokkur Framsóknarflokksins mun einnig funda í dag sem og þingflokkur Vinstri Grænna þar sem Katrín mun ræða hugsanlegt forsetaframboð sitt við þingflokkinn.

Ljóst er því að óvissan er nokkur um hvert framhald stjórnarsamstarfsins verður láti Katrín slag standa og stefni til Bessastaða. Líklegt verður að teljast að niðurstaða þingflokksfunda hennar flokks og hinna flokkanna muni hafa talsvert að segja um hvort af framboði hennar til forseta verður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er hættur – „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“

Brynjar er hættur – „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ástæða til bjartsýni á framtíðina

Björn Jón skrifar: Ástæða til bjartsýni á framtíðina