fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Þorbjörg Sigríður: Hvernig jöfnunartæki er skóli sem ekki kennir börnum að lesa?

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 24. mars 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin sem heldur blaðamannafundi af minnsta tilefni, jafnvel engu, ef það hentar henni, hefur ekki séð ástæðu til að halda blaðamannafund um þá falleinkunn sem íslenskt skólakerfi fær í PISA mælingum, nú síðast á þessum vetri. Ástæða er til að hafa áhyggjur af þeim börnum sem koma út úr slíku skólakerfi. Einnig er ástæða til að hafa áhyggjur af því að fólki virðist ekki vera umbunað fyrir að leggja á sig langt og dýrt háskólanám, þegar kemur að launum. Engin viðbrögð berast frá stjórnarráðinu vegna alvarlegrar stöðu í íslenskum skólamálum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Eyjan _Thorbjorg_3.mp4
play-sharp-fill

Eyjan _Thorbjorg_3.mp4

„Við erum að komast á þann stað sem samfélag að fólk ræðir það hvort það sé ávinningur af því að fara í háskólanám. Við erum komin þangað og það er áhyggjuefni. Við erum Norðurlandameistarar í launajöfnuði og ég held að það sé staða sem við getum verið ánægð með – að búa í landi þar sem jöfnuður er mikill. En við verðum alltaf að hafa augun á boltanum hvað það varðar, ef við viljum auka hagvöxt, ef við viljum sjá hérna raunverulegt land tækifæranna, að þá verðum við að umbuna fólki fyrir það að mennta sig,“ segir Þorbjörg Sigríður.

Hún spyr til hvers það sé að vera með ráðuneyti háskólans og nýsköpunar ef þetta séu svo skilaboðin úr hinni áttinni.

Svo við tökum smá útúrdúr, þú nefnir ráðuneyti háskóla og nýsköpunar. Það varð til við þessa stjórnarmyndun núna síðast. Þar með er búið að slíta í sundur, það er ekkert ráðuneyti, það er hvergi á einhverjum einum stað yfirlit allt sem snýr að skólamálum. Maður sér það t.d. ef maður reynir að bera saman tölulega hvaða fjármunum hefur verið varið til tiltekinna málaflokka að nú er allur sá samanburður kominn í uppnám vegna þess að það er eins og búið sé að hræra í stjórnarráðinu með stórri sleif á mjög tilviljanakenndan hátt.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Þorbjörg Sigríður vitnarí nýlegt viðtal við Gylfa Zoëga, hagfræðiprófessor, í hlaðvarpi Markaðarins hér á Eyjunni þar sem hann benti á að fjárfesting í háskólastiginu væri mjög lítil. Hún sagði Viðreisn vera eina á sviðinu þegar að því kæmi að tað tala um háskólamenntun og málefni háskólanna. Mögulega sé einmitt hluti af skýringunni þetta að búið sé að grauta öllu saman.

„Þegar hin reglulega niðurstaða PISA birtist okkur þá hugsaði ég: Hvar eru blaðamannafundir ríkisstjórnarinnar núna? Þau eru mjög hrifin af blaðamannafundum.“ Þorbjörg Sigríður bendir á að raunar haldi ríkisstjórnin blaðamannafundi þegar hún telji það henta sér og þetta hafi kannski bara verið frétt sem hentaði ekki. „En ráðherra háskólastigsins ætti að hafa miklar áhyggjur af þessum mælingum. Mennta- og barnamálaráðherra, miðað við sýnileika í fjölmiðlum í kjölfar þessarar fréttar, gerði það ekki. Það þarf að horfa á svona mælingu – að 40 prósent nemenda geti ekki lesið sér til gagns að lokinni grunnskólagöngu – þetta eru tölur sem ættu að halda fyrir okkur vöku.

Hérna þarf að horfa á það, hver eru tækifæri barnanna sem eru í þessari stöðu að lokinni skólagöngu? Hvernig jöfnunartæki er skóli sem skilar þessari niðurstöðu? Hverjar eru starfsaðstæður kennara þegar þetta er staðan? Hver er framtíðarmúsíkin þegar þetta er staðan? Og, ekki bara að þetta sé staðan, þetta er staða sem virðist ekki vekja nein viðbrögð í stjórnarráðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Hide picture