fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Eyjan

Kjartan Ragnars: Þegar leigubílstjórinn fór að tala um hlutabréfaverðið ákvað hann að selja

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 18. mars 2024 13:30

Kjartan Ragnars, regluvörður Myntkaupa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bitcoin hefur hækkað mikið frá áramótum, mikið til vegna þess að stofnanafjárfestar veita nú miklu fjármunum til kaupa á bitcoin. Allt frá upphafi hefur gengi bitcoin verið mjög sveiflukennt en stóra línan er sú að topparnir hafa ávallt orðið hærri í hvert sinn sem toppi er náð. Jafnan gerist það fljótlega eftir að afrakstur rafnámagraftar á myntinni helmingast, en það gerist á u.þ.b. fjögurra ára fresti. Kjartan Ragnars, regluvörður Myntkaupa, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Kjartan Ragnars - 4.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Kjartan Ragnars - 4.mp4

Kjartan segir að hér sé verið að peningavæða eign frá núlli, ekki með reglugerðum eða tilskipunum þar sem ákveðið sé að frá og með einhverri dagsetningu hafi eign tiltekið peningalegt gildi. „Þetta er algerlega að gerast á frjálsum markaði. Ef þú myndir súmma út og taka bitcoin út fyrir sviga og myndir ímynda þér hvernig þannig atburðarás yrði, væri mjög ólíklegt að sú atburðarás yrði bara bein lína upp með engum bakslögum.

Hann segir að þegar horft sé yfir bitcoin ferlið sjáist að tindarnir fari ekki bara hækkandi heldur margfaldist þeir. Aðspurður hvort ekki sé líklegt að bitcoin taki skarpa dýfu fljótlega í ljósi þess að það hefur hækkað skart  á skömmum tíma segist Kjartan hafa lært það á þeim fjórum árum sem hann hefur lifað og hrærst í rafmyntaumhverfi að maður hafi litla tilfinningu fyrir skammtímasveiflum á markaði og ekki sé mikið mark takandi á þeim sem segist hafa mikla tilfinningu fyrir þeim. Öðru máli gildi um langtímahorfur.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

„Nú er þessi helmingun að fara fram í apríl, eftir rúmlega mánuð. Það sem gerðist síðast, og hefur yfirleitt gerst, og þess vegna er þetta dálítið sérstakt núna og líklegasta skýringin, og raunar eina skýringin sem kemur til greina hvað varðar breytinguna núna, eru þessir sjóðir sem hafa verið að keyra áður óheyrt fjárstreymi inn í bitcoin. En yfirleitt hefur bitcoin náð hæstu hæðum svona 10-15 eða 6-12 mánuðum eftir helmingunina. Svo heldur það þeim toppi í einhverjum sveiflum einhverja mánuði í viðbót. Eftir það hefur markaðurinn ofhitnað, svo kólnar hann allhressilega  í sögulegu samhengi, svona 70-80 prósent dýfa eða eitthvað svoleiðis. Svo byrjar hann smám saman að jafna sig þar til þetta gerist aftur.“

Kjartan segir mikilvægt fyrir fólk að átta sig á því að tindarnir fari hækkandi og að skoða framvinduna. Hann segir augljóst að almenningur sé að vakna, nýskráningar hjá Myntkaupum séu nú miklu fleiri á degi hverjum en bara fyrir mánuði en þetta sé samt ekki eins mikið og gerist þegar markaðurinn er alveg í hæstu hæðum en greinilega sé fólk að vakna.

„En fyrst og fremst eru það stofnanafjárfestar sem eru að keyra þetta upp núna. Þeir sem eru mest að kaupa núna, af almenningi, eru þeir sem hafa verið lengi í þessu. Þeir hugsa sem svo: Ég vil vera að kaupa á sama tíma og þessir gæjar eru að kaupa. Til skemmri tíma þarf að hafa aðeins meiri áhyggjur af því að kaupa þegar allir eru að kaupa. Það er til saga af fjárfesti á Wall Street sem átti hlutabréf sem höfðu hækkað mjög mikið og félagarnir voru farnir að segja honum að selja en hann var ekki á því, taldi bréfin eiga eitthvað eftir. Svo var hann að taka leigubíl og leigubílstjórinn fór að tala um þessi hlutabréf. Þá tók hann ákvörðun, ókei, ég ætla að selja þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna
Hide picture