fbpx
Mánudagur 27.maí 2024
Eyjan

Vilja takmarka fjölskyldusameiningu hælisleitenda

Eyjan
Föstudaginn 1. mars 2024 14:30

Ólafur Ísleifsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málfundafélagið Frelsi og fullveldi segir eiga sér stað hóflausan fjáraustur ríkisins til málaflokks hælisleitenda. Einn helsti forsvarsmaður félagsins er Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður. Í nýrri ályktun félagsins er lagt til að fjölkskyldusameining hælisleitenda takmarkist við nánustu fjölskyldu og skuli aðeins heimil eftir tveggja ára dvöl umsækjanda í landinu. Einnig er krafist takmörkunar á greiðslum fyrir lögfræðiþjónustu fyrir hælisleitendur. Ályktunin er eftirfarandi:

„Málfundafélagið FRELSI OG FULLVELDI hafnar ríkjandi stefnu stjórnvalda að landamæri landsins standi galopin að kröfu öfgasamtaka og fylgjenda þeirra. Málfundafélagið hvetur eindregið til þess að full stjórn sé á landamærunum í samræmi við fullveldi þjóðarinnar og ákvörðunarvald um hverjir komi hingað til lands.

Málfundafélagið hafnar hóflausum fjáraustri til málaflokks hælisleitenda. Málfundafélagið telur að gengið hafi verið of nærri innviðum samfélagsins í skólum og heilbrigðisstofnunum. Öngþveiti ríkir í húsnæðismálum. Þúsundir Íslendinga hafa hrakist frá heimilum sínum í Grindavík, innviðir landsins þola ekki fjölgun um 70 þúsund manns á umliðnum árum. Engar forsendur eru því til áframhaldandi innflutnings hælisleitenda. Málfundafélagið fordæmir óraunhæfar hugmyndir um stórfelldan innflutning á fólki frá framandi menningarsvæðum á grundvelli svokallaðrar fjölskyldusameiningar.

Málfundafélagið vill að tafarlaust verði brugðist við kalli þjóðarinnar eftir aðgerðum. Fyrsta verkefnið er að ráðherra beiti lagaheimild til að taka upp tíma­bundið eft­ir­lit á ís­lensk­um landa­mær­u vegna al­var­legr­ar ógn­ar við alls­herj­ar­reglu og þjóðarör­yggi eins og nú er tvímælalaust fyrir hendi. Fjöl­mörg for­dæmi eru fyr­ir beit­ingu sam­bæri­legra reglna meðal annarra aðild­ar­ríkja Schengen-sam­starfs­ins vegna miklu minni ásóknar í alþjóðlega vernd en Ísland stend­ur frammi fyr­ir. Engrar lagasetningar er þörf til að stöðva strauminn og skrúfa þar með fyrir opinn krana á útgjöld úr ríkissjóði. 

Landamærin verði einnig varin með því að taka upp tafarlausa skyldu flugfélaga til að leggja opinberum aðilum til farþegaskrár og vegabréfsupplýsingar. Lendingarleyfi hér á landi verði því aðeins veitt að þessari skyldu sé fullnægt. Þeim farþegum sem ekki uppfylla skilyrði til að koma til landsins verði vísað frá á flugvelli.

Málfundafélagið krefst þess að tekin verði upp sú regla að umsækjandi með hæli í öðru landi fái ekki efnisumfjöllun um umsókn um alþjóðlega vernd.

Hætt verði að greiða fyrir lögfræðiþjónustu á fyrra stigi umsóknar. Þak verði sett á lögfræðikostnað á seinni stigum. Ekki kemur til greina að ríkið veiti hælisleitendum meiri aðstoð en býðst almennum íslenskum borgurum.

Fjölskyldusameining afmarkist við nánustu fjölskylda og komi aðeins til álita eftir tveggja ára dvöl í landinu. Stuðst verði við að norskri fyrirmynd við DNA-próf til að sannreyna fjölskyldutengsl.

Að danskri fyrirmynd verði gert að skilyrði fyrir fjölskyldusameiningu að hæluisleitendur hafi haft búseturétt eða landvistarleyfi í tvö ár, hafi lært tungumálið, séu í vinnu, sýni fram á að eiga fyrir framfærslu og séu komnir með viðunandi húsnæði.

Gera skal kröfu um aðlögun hælisleitenda og að þeir lýsi stuðningi við vestræn gildi, lýðræði og mannréttindi, þar á meðal jafnrétti kynjanna. Hafnað er kröfu um svonefnda inngildingu sem felur í sér að Íslendingar lagi sig að siðum og háttum aðkomufólks.

Opinn fundur málfundafélagsins haldinn í Kópavogi 26. febrúar 2024 krefst þess að þegar verði stöðvaður innflutningur hælisleitenda og gripið til annarra aðgerða eins og að ofan er rakið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Egill er búinn að fá nóg

Egill er búinn að fá nóg
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Diljá vill trúð á Bessastaði – „Jón Gnarr er æðislegur trúður og góður leiðtogi á sama tíma“

Diljá vill trúð á Bessastaði – „Jón Gnarr er æðislegur trúður og góður leiðtogi á sama tíma“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

EFTA dómstóllinn: Bönkunum óheimilt að hækka vexti fasteignalána – skulda neytendum tugi milljarða

EFTA dómstóllinn: Bönkunum óheimilt að hækka vexti fasteignalána – skulda neytendum tugi milljarða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Arnar Þór Jónsson – Við erum ekki sama krúttsamfélag og 1980

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Arnar Þór Jónsson – Við erum ekki sama krúttsamfélag og 1980
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar: Snillingar í lágkúrunni

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar: Snillingar í lágkúrunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Arnar Þór Jónsson – Framboð mitt fer gegn valdinu – niðurstöður kosninganna liggja ekki fyrir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Arnar Þór Jónsson – Framboð mitt fer gegn valdinu – niðurstöður kosninganna liggja ekki fyrir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: „Geislavirka“ fórnarlambið, Katrín Jakobsdóttir

Svarthöfði skrifar: „Geislavirka“ fórnarlambið, Katrín Jakobsdóttir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hefja þarf nám í dönsku mun fyrr

Björn Jón skrifar: Hefja þarf nám í dönsku mun fyrr