fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Eyjan

Grátbáðu Diljá Mist um áframhaldandi stuðning

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 13:30

Diljá Mist - Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í grein í Morgunblaðinu í dag greinir Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis frá ferð sinni til Úkraínu ásamt formönnum utanríkismálanefnda þinga ýmissa Evrópurríkja og Kanada. Hún segir meðal annnars að formennirnir hafi verið grátbeðnir um áframhaldandi stuðning við Úkraínu í vörn þeirra gegn árásarstríði Rússa.

Hún segir að í heimsókninni hafi þau formennirnir verið minnt á að stríðið hafi ekki byrjað fyrir tveimur árum:

„Úkraínumenn voru duglegir að minna okkur gestina á að þeir hefðu verið tíu ár í stríði, enda hefði Rússland ráðist inn í og hernumið land í Úkraínu árið 2014. Við funduðum með þingmönnum, embættismönnum og ráðherrum og tókum þátt í tilfinningaþrunginni athöfn í úkraínska þinginu vegna tímamótanna. Þar var ekki annað hægt en að tárast með úkraínskum kollegum.“

Hún segir að þau formennirnir hafi hitt samtök sem berjist fyrir því að endurheimta úkraínsk börn sem numin hafi verið á brott til Rússlands og heilaþvegin til að afmá úkraínskan uppruna þeirra:

„Slíkar aðferðir eru vel þekktar frá tímum Sovétríkjanna – Rússar hafa engu gleymt við myrkraverkin.“

Þökkuðu fyrir og grátbáðu um áframhaldandi stuðning

Hún segir að hópurinn hafi heimsótt endurhæfingarmiðstöð fyrir úkraínska hermenn:

„Heimsóknin hafði djúpstæð áhrif á hópinn, en við heilsuðum upp á hermenn sem voru alvarlega brenndir, vitsmunaskertir vegna höfuðáverka og sem höfðu misst ýmsa útlimi. Þeir voru komnir mislangt í bataferlinu og einhverjir báðust undan samtali og voru augljóslega í áfalli. Aðrir höfðu endurheimt styrk og baráttuþrek og göntuðust við hópinn. Úkraínskur andi er sannarlega einstakt fyrirbrigði.“

Diljá Mist segir að skilaboð allra Úkraínumanna sem þingmannahópurinn hafi hitt í ferðinni hafi verið einróma einu hafi gilt hvort um hafi verið að ræða þingmenn, ráðherra, embættismenn, fólk sem bjargað hefur börnum frá Rússum, hermenn sem hafi særst eða fólk sem misst hefur fjölskyldumeðlimi, vini og heimili:

„Takk fyrir að styðja við og gefast ekki upp á baráttu lýðræðisríkis fyrir grunnstoðum þess. Fyrir réttinum til að velja og haga sínum eigin örlögum. Við vorum grátbeðin um að halda stuðningnum áfram svo Úkraínumenn gætu varist þessum sameiginlega ógnvaldi við heimsmynd okkar.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Breytt flokkakerfi og ný framtíðarmynd

Þorsteinn Pálsson skrifar: Breytt flokkakerfi og ný framtíðarmynd
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Ísland mjög vel sett miðað við önnur lönd

Jón Guðni Ómarsson: Ísland mjög vel sett miðað við önnur lönd
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Að hika er að tapa

Svarthöfði skrifar: Að hika er að tapa
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkur á flugi, miklar breytingar í borgarstjórn – enn má Sjálfstæðisflokkurinn bíða

Orðið á götunni: Miðflokkur á flugi, miklar breytingar í borgarstjórn – enn má Sjálfstæðisflokkurinn bíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tilkynna um flug milli Íslands og Montreal

Tilkynna um flug milli Íslands og Montreal