Um var að ræða netkönnun sem Gallup gerði dagana 8. til 22. febrúar síðastliðinn og var heildarúrtaksstærð 1.802 en svarhlutfall var 47,4%.
Á eftir Landhelgisgæslunni koma Háskóli Íslands (73%), Embætti forseta Íslands (71%), lögreglan (70%) og heilbrigðiskerfið (57%).
Athygli vekur að traust til Seðlabankans heldur áfram að minnka, og fer niður um 7 prósentustig. Nú bera 32% mikið traust til bankans. Hefur traust til hans minnkað samtals um 30 prósentusti á síðustu þremur árum en það jókst um 31 prósentustig á árunum tveimur þar á undan. Er traustið komið á svipað ról og það var á árunum 2014 til 2019, að því er segir í tilkynningu Gallup.
Rúmlega fjórðungur segist bera mikið traust til Alþingis og þjóðkirkjunnar sem er svipað hlutfall og í fyrra.
Borgarstjórn Reykjavíkur endurheimtir það traust sem hún missti árið á undan, en 19% bera nú mikið traust til hennar. Hækkar hlutfallið um sex prósentustig frá síðustu mælingu og er svipað og það var árin 2019 til 2022.
Bankakerfið nýt minnst trausts þeirra stofnana sem mældar eru í Þjóðarpúlsinum, en 16% bera mikið traust til þess. Er hlutfallið svipað og í fyrra.