fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Segir jarðefnaeldsneytislaust Ísland ógn við þjóðaröryggi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 12:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi ritar í dag aðsenda grein á Vísi um stöðu orkumála á Íslandi. Að hennar mati ríkir ekki skynsamleg nálgun í þeim málum og hún telur áætlanir stjórnvalda um orkuskipti og algört kolefnishlutleysi vera óraunhæfar:

„Þetta er fallegur draumur. En það er líka allt og sumt. Draumur byggður á fallegri lygi.“

Ágústa bendir á að Ísland sé eldfjallaeyja með mörgum virkum eldstöðvakerfum, óblíðri veðráttu og í töluverðri fjarlægð frá öðrum meginlöndum. Búseta í slíku landi þýði að alltaf verði að vera til margvíslegar áætlanir. Þess vegna séu áætlanir stjórnvalda um orkuskipti óraunhæfar:

„Engum manni eða miðli hefur dottið í hug að slá upp hinni raunhæfu mynd sem blasa myndi við ef Ísland yrði algerlega jarðefnaeldsneytislaust. Hvað ætla stjórnvöld að gera ef hér verða enn meiri náttúruhamfarir en nú þegar hafa sýnt sig á Reykjanesskaganum? Hvað ætla menn að gera ef einhverjar af þeim stóru virkjunum á borð við Nesjavallavirkjun, Hellisheiðavirkjun, Sogið, Búrfellsvirkjun, Kröflu o.s.frv. dyttu út?“

Ágústa spyr hvernig eigi að knýja vinnuvélar og bifreiðar án jarðefnaeldsneytis.

Hún minnir á að til að ná fram orkuskiptum þurfi að virkja meira en að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og flokkur hennar standi í vegi fyrir því. Ágústa sakar jafnframt Guðlaug Þór Þórðarson umhverfisráðherra um að vilja afhenda orkuauðlindir Íslendinga til erlendra fjármálaafla á meðan hann hamri á því hversu mikilvægt sé að Íslendingar losni við jarðefnaeldsneyti.

Ágústa telur ekki skynsamlegt að reisa vindmyllugarða fyrir erlent fjármagn. Niðurstaða hennar að lokum er nokkuð afdráttarlaus:

„Þegar öllu er á botninn hvolft verður að horfast í augu við þá staðreynd að allt tal um jarðefnaeldsneytislaust Ísland er ekki bara óraunhæft, heldur hrein og bein ógn við þjóðaröryggi landsins. Slíkt tal er með öllu óábyrgt og sýnir eingöngu fram á vanhæfi ráðamanna við að tryggja öryggi landsins á sem skynsamlegasta máta.“

Grein Ágústu í heild sinni er hægt að lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla