fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Þingmenn Framsóknar gagnrýna Seðlabankann harkalega – vilja hvalrekaskatt á bankana

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 15:30

Ágúst Bjarni Garðarsson og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir eru þingmenn Framsóknar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmenn Framsóknar segja vel koma til greina að skattleggja hagnað fyrirtækja og arðgreiðslur sérstaklega – leggja á hvalrekaskatt – þega vaxta- og þóknanatekjur viðskiptabankanna tryggja þeim mikinn hagnað á sama tíma og almenningur í landinu þarf að taka á sig auknar byrðar af ýmsu tagi. Seðlabankinn og vaxtastefna hans fær harkalega gagnrýni og hann er sagður hafa valdið húsnæðisskorti og búsifjum.

Þingmennirnir Ágúst Bjarni Garðarsson og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifa í aðsendri grein á Eyjunni að við séum nú í tímabundnu ástandi sem kalli á óvenjulegar tímabundnar aðgerðir. Þau segja það upplifun fólks að ekki séu allir að taka þátt og leggja sitt af mörkum til að rétta kúrs þjóðarskútunnar og ekki megi vanmeta þá upplifun. Þau leggja til að tekjur af hvalrekaskatti verði notaðar til að styðja með enn markvissari hætti en nú er gert við þá hópa sem nú standi í miðjum ólgusjó, annað sé hreinlega ósanngjarnt.

Það er staðreynd að við þurfum að einbeita okkur betur að barnafjölskyldum. Það er hreinlega lýðheilsumál, því ekki viljum við sjá þennan aldurshóp brenna upp í báða enda fyrir fimmtugt sem yrði samfélagslega mjög dýrt,“ skrifa þau.

Þau segja engan halda á fríspili í þessum slag; ekki ríkið, ekki sveitarfélög, ekki Seðlabankinn og ekki fyrirtækin í landinu. Ábyrgðin er okkar allra. „Rörsýn Seðlabankans hefur verið of mikil og of mikill skortur er á sýn á stóru myndina, heildarsamhengi hlutanna til framtíðar, og hvert við erum raunverulega að stefna. Við þurfum framtíðarsýn og þora að sjá fyrir okkur hvernig við ætlum að hafa hlutina eftir 2, 3, 5 eða 10 ár. Vaxtahækkanir Seðlabankans hafa haft verulega neikvæð áhrif á framboðshlið húsnæðis og hert lánþegaskilyrði hafa það einnig, en gera það á öðrum enda. Annars vegar er dýrt að byggja íbúðir vegna hárra vaxta og hins vegar er erfitt að selja íbúðir vegna hertra lánþegaskilyrða Seðlabankans. Það sjá allir að þetta gengur ekki upp og hefur letjandi áhrif á uppbyggingaraðila og þar með fasteignamarkaðinn sem er alls ekki það sem við þurfum núna. Það er skammgóður vermir að pissa í skó sinn.“

Grein þeirra Ágústs Bjarna og Hafdísar Hrannar í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn