fbpx
Miðvikudagur 04.október 2023
Eyjan

Öflug fyrirtæki fengu háa styrki úr Orkusjóði – 110 milljónir til Ísfélags Vestmannaeyja og 100 milljónir til Samherja

Ritstjórn DV
Laugardaginn 9. september 2023 12:21

Þrjú öflug fyrirtæki í eigu íslenskra auðkýfinga hlutu háa styrki frá Orkusjóði

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok vikunnar var greint frá úthlutun Orkusjóðs á almennum styrkjum til orkuskipta árið 2023. Alls var alls 914 milljónum króna úthlutað til 58 verkefna víðsvegar um landið en meðal styrkþega eru stór og öflug fyrirtæki  eins og Ísfélag Vestmannaeyja, Samherji og Orkan, dótturfélag SKEL fjárfestingafélags hf.

Rúmlega 200 milljónir til tveggja öflugustu sjávarútvegsfyrirtækja landsins

Þannig fékk Ísfélag Vestmannaeyja, þar sem Guðbjörg Matthíasdóttir er stærsti eigandinn, alls tæplega 110 milljóna styrk til kaupa á nýjum rafskautakatli sem nýtir endurvinnanlega orku í stað olíu.

Samherji hf., þar sem Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri, fékk 100 milljón króna styrk til þess að breyta tilteknu skipi fyrirtækisins þannig að það noti kolefnisfrítt ammoníak sem eldsneyti.

Þá hlaut Orkan, dótturfélag SKEL, þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson er stærsti eigandi, þrjá 16,4 milljón króna styrki í verkefni á Austurlandi, Vesturlandi og Suðurlandi. Um er að ræða uppbygging á hraðhleðslugámi á Skjöldólfsstöðum, uppbyggingu 400 kW færanlegrar hraðhleðslustöðvar fyrir trukka og fólksbíla á Grundafirði og Þorlákshöfn. Alls nemur styrktarupphæðin því 49,2 milljónir króna.

Þá hlaut Ölgerð Egils Skallagrímssonar 27,2 milljón króna styrk fyrir kaupum á rafmagnskatli í stað olíuketils.

Styrkja þriðjung af heildarkostnaði

Árlega geta fyrirtæki og stofnanir geta sótt um styrki í Orkusjóð vegna verkefna  sem miða að því að hætta jarðefnaeldsneytisnotkun og nota í staðinn endurnýjanlega og vistvæna orku. Helstu matsviðmið eru hversu mikil olía (eða annað jarðefnaeldsneyti) fellur úr notkun fyrir tiltekna styrkupphæð – svokallað „verð á lítra“ viðmið. Alls nemur styrkupphæðin yfirleitt um 33%, án virðisaukaskatts, af heildarkostnaði við verkefnin og er meginreglan sú að upphæðin sé greidd út við lok verkefna til að takmarka fjárhagslega áhættu sjóðsins.

Hér geta lesendur kynnt sér úthlutun Orkusjóðs

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Krefst þess að forsætisráðherra fordæmi misnotkun VG-liða á hatursorðræðu – „Vinstri grænir vilja fyrst og fremst auka eigin völd“

Krefst þess að forsætisráðherra fordæmi misnotkun VG-liða á hatursorðræðu – „Vinstri grænir vilja fyrst og fremst auka eigin völd“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru