fbpx
Föstudagur 22.september 2023
Eyjan

Heiðrún Lind telur kröfu um skráningu á markað geta stuðlað að sátt um sjávarútveginn

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 9. september 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki þurfa að stækka eigi Ísland að vera samkeppnishæft á alþjóðlega vísu í greininni í framtíðinni. Hún telur kröfu um að fyrirtæki með mikla hlutdeild aflaheimilda séu skikkuð til að vera skráð á hlutabréfamarkað munu leiða til þess að þeim fækki og stækki jafnframt því sem slíkt fyrirkomulag geti stuðlað að sátt um sjávarútveginn.

Heiðrún Lind er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins.

Heidrun Lind Klippa 4
play-sharp-fill

Heidrun Lind Klippa 4

Telur hún að það orðið grunnur að sátt í sjávarútvegi að fyrirtæki verði að vera skráð á markað til að mega eiga tiltekið hlutfall aflaheimilda?

Mér finnst það bara góð hugmynd. Mín tilfinning er að eftir að Brim og núna Síldarvinnslan voru skráð á markað sé þekking á sjávarútvegi vera meiri, umfjöllun um sjávarútveg er meiri .þannig að atvinnugreinin verður aðgengilegri fólki og skiljanlegri. Fréttirnar eru hefðbundnari. Gengur vel eða gengur illa, hvað er verið að veiða, er niðurskurður eða aukning? Allt þetta sem sjávarútvegur er að glíma við verður kannski sýnilegra fólki og þar með eykst þekkingin.

Það er lík það að þarna koma inn einstaklingar og lífeyrissjóðir og hafi hagsmuni af því að vel gangi. Ég held að það sé tvímælalaust til bóta.

Nú er líka annað sameinað fyrirtæki búið að boða skráningu á markað, Ísfélagið sem sameinaðist Ramma og ég myndi klárlega telja þetta jákvætt skref fyrir sjávarútveginn sem eykur umfjöllun og bætir aðgengi fólks að atvinnugreininni.“

Heiðrún Lind segist aðspurð telja að gefa ætti aðlögunartíma áður en farið væri að takmarka aflaheimildir til fyrirtækja sem ekki eru skráð á markað. Hún telur skref í þessa átt munu leiða til þess að fyrirtækjum í sjávarútvegi fækki og þau stækki. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki þurfi að stækka og þróunin sé í þá átt. Fiskvinnslum verði að fækka og þær verði að stækka eigi Ísland að vera samkeppnishæft á alþjóðlega vísu í framtíðinni.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dómsmálaráðherra vill reyna að fækka umsóknum um alþjóðlega vernd – Boðar ný frumvörp

Dómsmálaráðherra vill reyna að fækka umsóknum um alþjóðlega vernd – Boðar ný frumvörp
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Meint ógnarstjórn Söru Lindar hjá Ríkiskaupum sögð lama starfsemina – þekkingu kastað út – nær allir sérfræðingar horfnir á þremur árum

Meint ógnarstjórn Söru Lindar hjá Ríkiskaupum sögð lama starfsemina – þekkingu kastað út – nær allir sérfræðingar horfnir á þremur árum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jakob Frímann: Látum útlenska ferðamenn borga fyrir hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkur – fjármögnum innviði með því að láta notendur greiða

Jakob Frímann: Látum útlenska ferðamenn borga fyrir hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkur – fjármögnum innviði með því að láta notendur greiða
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Donald Trump telur Joe Biden ekki of gamlan til að bjóða sig fram til forseta

Donald Trump telur Joe Biden ekki of gamlan til að bjóða sig fram til forseta
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum samherjar hnakkrífast „fyrir allra augum“ – „Ég kenni í brjósti um þig Hannes“

Fyrrum samherjar hnakkrífast „fyrir allra augum“ – „Ég kenni í brjósti um þig Hannes“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stefnulausa og sundraða ríkisstjórn hunsa hag almennings – fjármálastjórnin valdi rússnesku vaxtastigi

Segir stefnulausa og sundraða ríkisstjórn hunsa hag almennings – fjármálastjórnin valdi rússnesku vaxtastigi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Pólitíkusinn Pawel freistar þess að verða viðkunnalegri með óvenjulegum hætti

Pólitíkusinn Pawel freistar þess að verða viðkunnalegri með óvenjulegum hætti
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hundrað ára

Óttar Guðmundsson skrifar: Hundrað ára
Hide picture