fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Eyjan

Segir Gísla Martein á föstudagskvöldum vera hrútleiðinlega dagskrárkynningu fyrir Ríkisútvarpið á besta útsendingartíma

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. september 2023 17:00

Gísli Marteinn. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Náttfari segir skemmtiþátt Gísla Marteins Baldurssonar í raun vera lítið annað en hrútleiðinlegan dagskrárkynningarþátt fyrir Ríkisútvarpið sem sé sendur út á besta útsendingartíma sjónvarpsins.

Ólafur Arnarson vandar Ríkisútvarpinu og Gísla Marteini ekki kveðjurnar í nýjasta Náttfarapistli sínum. Hann segir skemmtiþátt Gísla Marteins hafa verið staðnaðan um árabil og ekki séu líkur á að það breytist í vetur. Þeir sem vilji njóta sjónvarps á föstudagskvöldum séu fljótir að skipta um stöð, svo leiðinlegur sé þátturinn.

Ólafur segir þátt Gísla Marteins vera beina eftirlíkingu á The Tonight Show sem Johnny Carson og Jay Leno stýrðu lengst af. Þar komi helstu kvikmyndastjörnur samtímans og kynni komandi Hollywood myndir sínar. Þáttastjórnandinn segi brandara með heilt teymi færustu handritshöfunda í Hollywood sér til stuðnings. Í lokin sé tónlistaratriði.

Það sem hefur einkennt þætti Gísla Marteins í vaxandi mæli er flatneskja í vali viðmælenda og vaxandi mont og drýldni þáttastjórnandans. Hann reynir að vera sniðugur en oftar en ekki virka sniðugheitin sem óttalegur barnaskapur og eru beinlínis kjánaleg, enda þarf hann sjálfsagt að semja sína brandara sjálfur. Honum hefur stundum þótt við hæfi að velta sér upp úr erfiðleikum fólks og fyrirtækja.“

Þetta bjóði Ríkissjónvarpið landsmönnum upp á þetta ár eftir ár sem sé fyrir neðan allar hellur í ljósi þess að allir landsmenn séu skikkaðir til að borga áskriftargjald að þessari ríkisstofnun hvort sem þeim líkar betur eða verr. Kröfurnar ættu að vera miklu meiri til gæða þáttar sem ætlaður er allri fjölskyldunni og sendur er út á besta tíma.

Ólafur segir gesti þáttarins vera mikið til sama fólkið sem stundum hafi ekki mikið fram að færa annað en að flissa með Gísla Marteini. Þarna séu þáttagerðamenn af Ríkisútvarpinu að kynna komandi þátt, eða jafnvel bara fréttamaður af fréttastofunni til að minna fólk á að Ríkisútvarpið haldi nú úti fréttastofu

Ólafur segir viðmælendur Gísla Marteins vera hið mætasta fólk en í þættinum sé það notað til uppfyllingar með dagskrárgerðarfólki Ríkissjónvarpsins sem þarna fái besta útsendingartíma til að kynna misgóða þáttagerð sína. Leiðinlegar dagskrárkynningar/auglýsingar dulbúnar sem skemmtiþættir séu dapurlegt fyrirbæri.

Hann hnykkir út með því að lágt sé nú risið á stofnuninni sem færði þjóðinni Spaugstofuna og Á tali hjá Hemma Gunn.

Náttfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross