fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Ofbeldismenn sneru baki við Trump – Það gæti reynst honum dýrt

Eyjan
Fimmtudaginn 14. september 2023 09:00

Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að Donald Trump sé með góðan meðbyr í skoðanakönnunum þá kemur það ekki í veg fyrir að nýr vandi steðji að honum. Vandi sem getur orðið mikill höfuðverkur. Þetta eru öfgamennirnir sem sáu um skítverkin fyrir hann þegar ráðist var á þinghúsið í Washington D.C. þann 6. janúar 2021.

Nú hafa margir öfgahægrimenn, úr hinum herskáu Proud Boys samtökum, verið dæmdir í fangelsi fyrir að hafa tekið þátt í árásinni. Í síðustu viku var Enrique Tarrio, leiðtogi Proud Boys, dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir sinn þátt í árásinni. Dómurinn sýnir svart á hvítu hversu alvarlega dómstólar taka árásina.

Dómarnir bæta í hitann undir Donald Trump sem hefur verið ákærður í nokkrum málum í nokkrum ríkjum. Á næsta ári þarf hann að mæta fyrir dóm vegna ákæru um að hann hafi verið arkitektinn á bak við árásina.

Það sem hækkar hitann undir Trump er að verjendur sumra Proud Boys meðlima hafa haldið því fram fyrir dómi að þeir hafi aðeins talið sig vera að fylgja óskum og fyrirmælum Trump þegar þeir réðust á þinghúsið.

Það veldur Trump ákveðnum lagalegum vanda að sumir af þessum herskáu stuðningsmönnum hans hafa snúið baki við honum.

Einn verjanda Enrique Tarrio sagði fyrir dómi að það „hafi verið orð Donald Trump sem hafi hvatt hann og það hafi verið reiði hans sem orsakaði það sem gerðist 6. janúar“.

Norm Pattis, verjandi Joe Biggs, sem var dæmdur í 17 ára fangelsi í síðustu viku, vitnaði fyrir dómi í tíst Trump „Be there, it´s going to be wild“ þar sem hann hvatti fylgjendur sína til að vera í Washington þann 6. janúar 2021. „Æðsti yfirmaður þeirra seldi þeim lygi,“ sagði verjandinn fyrir dómi.

Eftir dómsuppkvaðninguna benti Pattis á að það hafi verið Trump sem sagði 74 milljónum fylgjenda sinna á Twitter að kosningunum hefði verið stolið og að þeir þyrftu að fara að þinghúsinu til að „berjast eins og í helvíti“.

„Áttu þeir að vita að hann var bara fullur af lofti? Ég hlakka til þess þegar hann á sjálfur að bera vitni,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun