fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Eyjan

Næststærsta borg Bretlands lýsir sig gjaldþrota

Eyjan
Þriðjudaginn 12. september 2023 07:00

Ráðhús Birmingham/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að dökk ský hangi yfir Birmingham, sem er næststærsta borg Bretlands. Borgarsjóð skortir peninga og hefur því lýst sig gjaldþrota. Það þýðir að aðeins allra nauðsynlegustu útgjöld verða greidd. Samkvæmt lögum getur borgin ekki orðið gjaldþrota en yfirlýsing hennar þar um sýnir alvöru málsins.

Þetta er gert til að reyna að bjarga borginni. CNN skýrir frá þessu og hefur eftir Sharon Thompson, varaformanni borgarstjórnar, að borgarstjórnin standi frammi fyrir sannkölluðu óveðri.

Hún fór ekki leynt með að borgin stendur frammi fyrir  „langvarandi vandamálum, þar á meðal sögulegum áhyggjum borgarstjórnar af jöfnum launum“.

Hún bað borgarbúa afsökunar á að borgarsjóður sé kominn í þessa stöðu og biðlar til ríkisstjórnarinnar um aðstoð við að leysa málið.  Um leið segir hún ríkisstjórnina eiga að hlut að máli hvað varðar slæma fjárhagsstöðu borgarinnar.

CNN segir að vendipunkturinn í fjármálum borgarinnar hafi verið krafa um 5.000 borgarstarfsmanna, kvenna, sem hafa ekki fengið jafnháa bónusa og karlkyns vinnufélagar þeirra árum saman. Krefjast konurnar leiðréttingar á þessu og nemur heildarkrafan sem svarar til um 120 milljarða íslenskra króna.  Auk kröfunnar þá bætast við útgjöld næstu árin vegna bónusgreiðslna til kvenna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Eini raunhæfi kosturinn er innganga í ESB og upptaka evru

Gylfi Magnússon: Eini raunhæfi kosturinn er innganga í ESB og upptaka evru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni