fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Eyjan

Inga Sigrún Atladóttir skrifar: Að börn fái að vera börn

Eyjan
Föstudaginn 4. ágúst 2023 17:11

Inga Sigrún Atladóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær vakti Brynjar Níelsson máls á mikilvægu og afar áhugaverðu máli og spurði spurningar sem allir sem sinna menntun og uppeldi barna verða að svara:
Hvers konar uppeldi þurfum við að ástunda svo við getum hlúð að börnum svo þau vaxi upp sem sterkir, heilbrigðir einstaklingar sem hafa burði til að taka ábyrgð á eigin framtíð?

Það er vissulega margt sem kemur í veg fyrir að börn geti vaxið upp á þennan hátt og hluti af þeim vanda er skortur á umhyggju og persónulegum tengslum fullorðinna og barna. Í greininni talar Brynjar um upphaf vandans þegar svokallaðir sérfræðingar fóru að leiðbeina okkur um barnauppeldi, að mati Brynjars urðu afskipti sérfræðinga til þess að almenn skynsemi og reynsluspeki kynslóðanna hefur þurft að víkja fyrir fræðum og vísindum. Í þessum ályktunum er mikill sannleikur.

Uppeldisfræðin getur þó ekki að fullu samþykkt þetta viðhorf. Fræðingar uppeldisfræðinnar, kennarar og aðrir sérfræðingar hafa breytt skólakerfinu á margvíslegan hátt síðustu áratugina sem leitt hefur til mikilvægra og þarfa úrbóta fyrir börn, kennara og samfélagið allt. Sem dæmi má nefna: Meðvitund um réttindi barna og ofbeldi innan skólastofnanna, hugmyndir um jafnræði barna frá ólíkum heimilum og meðvitund um hvernig á að vinna með veikleika og styrkleika nemenda. Sérfræðiþekking og rannsóknir hafa þannig  gert skólakerfið betra og öflugra bæði fyrir börn og fullorðna. En vissulega þarf að gera betur.

Í greininni bendir Brynjar á að vanlíðan barna er að aukast á sama tíma og allar ytri aðstæður eru til staðar svo að börnin geti blómstrað og átt tiltölulega áhyggjulausa æsku. Þetta er vissulega áhyggjuefni, það mikil áhyggjuefni að undrum sætir að það séu ekki allir foreldrar og kennarar landsins að velta fyrir sér þessari spurningu.

Árið 2011 kom út námskrá sem boðaði nýjungar í námi og kennslu á Íslandi. Námskráin átti að vera grunnur fyrir íslenskt skólakerfi til að ala upp sterka og öfluga einstaklinga sem hefðu burði til að veita valdhöfum alls staðar í samfélaginu aðhald og byggja þannig upp betra samfélag þar sem rými væri fyrir ólíka einstaklinga og fjölbreyttar raddir. Nú rúmlega tíu árum síðar hafa allir skólar landsins tekið upp valdeflandi aðferðir í skólum, skólaþing eru haldin, kosningar eru í skólum og börn geta valið um ákveðna kosti á ýmsum stigum eigin náms. En eins og Brynjar bendir á er ekkert sem bendir til að á síðustu árum hafi vellíðan barna aukist í skólanum, þvert á móti er nú svo komið „að nánast annað hvert barn glímir við kvíða og verulega vanlíðan“.  Hvers vegna hefur valdefling í leik- grunn- og framhaldsskólum landsins ekki skilað sér í sterkari og heilbrigðari einstaklingum sem geta tekið ábyrgar ákvarðanir um eigið líf. Hvers vegna eru börnin okkar ekki glöð og hamingjusöm í skólanum, hvers vegna hafa þau ekki styrk til að taka ábyrgð á eigin lífi og afl til að veita valdhöfum eðlilegt aðhald?

Skólakerfið okkar er í miklum vanda. Sá vandi er ekki tilkomin vegna kynfræðslu í skólum, fræðslu um vímuefni, skort á kristinfræðikennslu eða upplýsinga um loftlagsvandans. Vandinn er fyrst og fremst vegna þess að ekki er rými fyrir hið mannlega í skólakerfinu, fjölbreyttar skoðanir og ólík lífssýn. Að skapa rými fyrir fjölbreytileikann í skólakerfinu er ekki ein einföld lausn heldur sífelld vinna á hverjum degi við að gefa því mannlega rými í skólastarfi, þar sem krafa um lægri kostnað, meiri hraða og skilvirkni leitar sífellt tæknilegra og hagkvæmari lausna.

Ákall Brynjars í greininni er að rétthugsunarliðið og woke fólkið bregst við málstað hans. Að allir vígbúist, fari í skotgrafir, berjist fyrir sínu sjónarhorni og verji eigin málstað. Einmitt slík umræða um menntamál færir okkur alls ekki í átt að því að kryfja til mergjar það knýjandi vandamál sem Brynjar bendir á. Þvert á móti skapa slíkar kappræður verra skólakerfi og verra samfélag sem að lokum leiðir til þess að börnunum  okkar fer að líða enn verr í skólanum.

Inga Sigrún Atladóttir

Höfundur er fyrrverandi skólastjóri og kennari höfundur bókarinnar, Reynsluheimar og mögulegir heimar: Leiðir til að efla leiðtogafærni barna (2023).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Ég er Evrópusinni – Evrópa loksins að vakna til lífsins

Diljá Mist Einarsdóttir: Ég er Evrópusinni – Evrópa loksins að vakna til lífsins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ný Gallupkönnun er áfall fyrir stjórnarandstöðuna – Samfylkingin á flugi

Orðið á götunni: Ný Gallupkönnun er áfall fyrir stjórnarandstöðuna – Samfylkingin á flugi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sögulegur kjördagur í Kanada

Sögulegur kjördagur í Kanada