fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Segir Sjálfstæðisflokkinn hafa glatað jarðtengingunni – forystan skilji ekki kjör hinna lakast settu

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 14. ágúst 2023 15:22

Björn Jón Bragason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forystusveit Sjálfstæðisflokksins hefur engan skilning á kjörum almennings í landinu, ólíkt því sem var á árum áður, skrifar Björn Jón Bragason í vikulegum pistli sínum, Af þingpöllunum, á Eyjunni.

Hann vitnar til samtals sem hann átti fyrir nokkrum árum við gamalreyndan verkalýðsforingja af vinstri vængnum sem vegna trúnaðarstarfa sinna hafði átt samskipti við stjórnmálamenn allra flokka um áratugaskeið. Sá sagði forystumenn Sjálfstæðisflokksins oft ekkert skilja hvað hann væri að tala þegar talið bærist að kjörum hinna lakast settu í þjóðfélaginu.

Þetta væri mikil breyting frá fyrri tíð, sagði hann, og nefndi sérstaklega þá borgarstjóra flokksins sem síðar urðu forsætisráðherrar. Á árum áður hefði daglega setið í röðum á biðstofu borgarstjóra fólk sem bjó við bág kjör og borgarstjórinn sjálfur hafi verið í því að greiða götu þess.

Nú væri búið að setja hverja silkihúfuna ofan á aðra í borginni og tryggja að engir þurfandi rötuðu inn á skrifstofu borgarstjórans. Einu gilti þótt það hefðu verið vinstri menn sem hlóðu svo í yfirbygginguna hjá borginni. Niðurstaðan væri sú sama. Þessi forystumenn Sjálfstæðisflokksins frá árum áður hefði vitað vel hvar skórinn kreppti og því getað lagt margt gott til þegar leysa þurfti úr vandamálum láglaunafólks og bótaþega. Þessu væri ekki lengur að heilsa.

Björn Jón rekur nokkuð feril Sjálfstæðisflokksins og aðkomu hans að mikilvægum og umfangsmiklum opinberum framkvæmdum og verkefnum á borð við virkjun Sogsins, fyrstu almenningshitaveitu í heimi, útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis, byggingu glæsilegra skólabygginga, lagningu varanlegs slitlags og fleira sem seint verði kennt við hreina hægri stefnu.

Hann rifjar upp að Sjálfstæðisflokkurinn hafði hér á landi svipaða stöðu og jafnaðarmannaflokkar á hinum Norðurlöndunum, enda hafi flokkurinn sprottið úr öðrum jarðvegi en hægri flokkar þar og teygt sig hugmyndafræðilega yfir alla miðju stjórnmálanna og nokkuð til vinstri.

Björn Jón telur að ríkisvæðing stjórnmálanna hafi lamað allt félagsstarf og drepið umræðuhefð í stjórnmálaflokkunum. Hann ber saman Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn og segir margt benda til þess að Samfylkingunni undir nýrri forystu Kristrúnar Frostadóttur hafi tekist að finna uppruna sinn, kjarnann í sinni stefnu og mælist nú langstærsti stjórnmálaflokkur landsins.

Hann telur að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að hefja sömu vegferð og Samfylkingin – leita upprunans og hefja hin gullvægu gildi stefnu sinnar til vegs á nýjan leik. Aðeins þannig geti hann endurheimt fyrri stöðu. Fyrsta skrefið á þeirri vegferð sé að segja skili við stjórnarsamstarf undir forystu flokksins yst á vinstri vængnum..

Af þingpöllunum í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn