fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Láglendisvæðing öræfanna

Eyjan
Laugardaginn 12. ágúst 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hendir Íslendinga að framkvæma fyrst og skipuleggja svo. Um það vitnar höfuðborg landsmanna sem er sundurgerðin ein í húsagerðarlist.

En þetta er þjóðareðlið. Áræðnin er ábyrgðinni yfirsterkari. Það er henst í hlutina án þess að hugsa um þá. Og afköstin eru mæld í fjölda vinnustunda fremur en því sem þær skila.

Kannski mun þetta ekki breytast.

Og þess sér nú stað inn til landsins.

Uppbygging ferðaþjónustunnar ræðst núna af ákefðinni einni. Grundvallarsjónarmið eru of flókin og leiðinleg til þess að þau megi flækjast fyrir þeirri hröðu og miklu uppbyggingu sem þarf til að anna lóðbeinum uppgangi greinarinnar.

Í þeim geira ríkir einmitt sú stemning nú um stundir að vaxa í stað þess að vitkast.

Afleiðingin er stefnuleysi og tilviljanakennd mannvirkjagerð á viðkvæmustu svæðum landsins sem á tyllidögum eru kölluð óspillt víðerni.

En við erum einmitt byrjuð að spilla þeim. Með vexti fremur en viti.

Og þetta á við um þjóð sem innan Evrópu á enn þá langmesta víðerni til að þjóna áhugasömum ferðamönnum, hvaðanæva úr heiminum, sem sækjast eftir einum mesta fjölbreytileika í náttúrusköpun sem hægt er að finna á norðurhveli jarðar.

Stóra og viðkvæma spurningin er þessi: Ætlum við sem þjóð að láglendisvæða öræfin með þjónustu sem stendur hvaða spariskóm sem er til boða? Ætlum við að hótelvæða hálendið? Er markmiðið að laða hvaða ferðamenn sem er inn til illfærustu landskikanna, sem skipta veðrum eins og hendi sé veifað, að sumri sem vetri, en láta svo björgunarsveitunum það eftir að redda því sem reynist mesta ruglið?

Eins og staðan er í dag veigrum við okkur við því að svara þessum spurningum.

En æðum þess í stað áfram.

Viðsjárverðustu óbyggðir Evrópu skulu þjóna tilgangingum. Og skila peningum í kassann. Hratt og jafn örugglega og það er hætt við því að æ fleiri ferðamenn verði sér að voða.

Það hvarflar ekki að ráðamönnum að læra af reyndari þjóðum í ferðaþjónustu. Það flækir bara hlutina. Og dregur auðvitað úr uppbyggingu.

Stóra og viðkvæma spurningin er þessi: Ætlum við sem þjóð að láglendisvæða öræfin með þjónustu sem stendur hvaða spariskóm sem er til boða?

Sá sem hér lemur lyklaborðið af þónokkru óþoli er að ljúka við langa fjallgönguferð um Alpana þegar þessi pistill birtist á vefnum. Ekki færri en sjö þjóðríki eiga þar hagsmuna að gæta: Austurríki, Frakkland, Ítalía, Liechtenstein, Slóvenía, Sviss og Þýskaland. Og þótt þau séu jafn ólík að menningu og þau eru mörg, hvarflar það ekki að nokkru þeirra að raska sérstöðu allra þeirra ótalmörgu gönguleiða sem liggja á milli fjallaskarða og jökulhvela þessa meginbálks í hálendi álfunnar. Frumstæðir og oft og tíðum sögulegir fjallaskálar bíða þar þreyttra göngumanna í dagslok. En engin hótel. Engar verslanir. Hvorutveggja er niðri í þorpunum, í fjallsrótunum.

Og þetta er meginhugsunin. Reyndar svo víða. Í Ameríku og Evrópu. Meginþjónustan er utan við hina eiginlegu paradís. Hún er látin í friði eins og frekast er kostur.

Einmitt svo hægt sé að njóta hennar á forsendum náttúrunnar en ekki mannsins.

Íslendingar kunna að vera að gleyma þessu meginatriði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Garner aftur til United?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði
EyjanFastir pennar
26.11.2025

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Hvernig væri lífið án EES?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Hvernig væri lífið án EES?
EyjanFastir pennar
23.11.2025

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið