fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Ráðleggur stjórnarandstöðunni að trufla ekki ríkisstjórnina sem sé að springa innan frá

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 28. júlí 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eina sem getur komið í veg fyrir að ríkisstjórnin liðist í sundur á haustmánuðum er stjórnarandstaðan. Ef þingmenn stjórnarandstöðunnar koma til þings og byrja að keppast við að ráðast á ríkisstjórnina vegna ágreinings stjórnarflokkanna og allra vandræðamálanna gæti það þjappað stjórnarflokkunum saman,“ skrifar Ólafur Arnarson í nýjum Náttfarapistli á Hringbraut.

Ólafur segir fjölda vandræðamála fyrir ríkisstjórnina krauma og upp úr gæti soðið hvenær sem er í haust nema stjórnarandstaðan fari fram með svo miklum látum og offorsi að stjórnarflokkarnir þjappi sér saman og slíðri sverðin. Telur hann ekki ómögulegt að það verði niðurstaðan.

Að sögn Ólafs eru í hópi stjórnarandstæðinga einstaklingar sem láta kappið oft ráða málflutningi sínum. Nefnir hann Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Björn Leví Gunnarsson úr Pírötum, Ingu Sæland úr Flokki fólksins, Helgu Völu Helgadóttur úr Samfylkingunni, Bergþór Ólafsson, Miðflokki, og Sigmar Guðmundsson í Viðreisn sem dæmi.

Að mati hans er það skynsamlegasta sem stjórnarandstaðan getur gert að mæta til þings af yfirvegun og láta stjórnarþingmenn takast á af þeirri heift sem einkennt hefur umræðu þeirra á milli nú í sumar.

Af nógu er að taka þegar vandræðamál, sem skapa úlfúð og klofning innan ríkisstjórnarliðsins, eru týnd til. Mikil reiði er í Sjálfstæðisflokknum vegna hvalveiðibanns Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, og nú hefur fengist staðfest að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var í ráðum með Svandísi í því máli. Íslandsbanka- og Lindarhvolsmálin, einhver ljótustu hneykslismál síðari ára, eru sem myllusteinn um háls fjármálaráðherra, auk þess sem virkjanamál og óánægja með takmarkaðan strandveiðikvóta eru ekki til að bæta andrúmsloftið á stjórnarheimilinu.

Orkuskiptin eru í uppnámi og Ísland stendur ekki við skuldbindingar í loftslagsmálum. Þá eru Vinstri græn ósátt við dómsmálaráðherra vegna vopnavæðingar lögreglunnar jafnframt því er hver höndin upp á móti annarri vegna útlendingalaga og málefna hælisleitenda.

Upp á síðkastið eru þær raddir orðnar háværar innan Sjálfstæðisflokksins sem telja stjórnarsamstarf við VG fullreynt og vitnar Ólafur í grein Brynjars Níelssonar þar sem hann gagnrýndi þingmenn og þó sérstaklega ráðherra flokksins fyrir undanlátssemi og linkind gagnvart framgöngu VG og kallar eftir stjórnarslitum verði ekki breyting á.

Heilræði Náttfara til stjórnarandstöðunnar virðist sótt í herkænskubók Napóleons Bonaparte, sem sagði eitt sinn eitthvað á þessa leið: Aldrei trufla andstæðinginn þegar hann er að gera mistök.

Náttfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist